Skipulags- og mannvirkjanefnd - 278. fundur - 28. nóvember 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Benedikt Bjarnason, Geir Sigurðsson, Björn Davíðsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.



1. Rekstrarleyfi fyrir Flateyrarvagninn.  (2007-11-0076).


Erindi dagsett 22. nóvember sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Sigrúnar S. Óskarsdóttur fh. Flateyrarvagnsins, um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Vagninn.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Vagninn.



2. Húsfélag Hafnarstræti 9-13.  (2007-11-0052).


Lagt fram bréf frá Húsfélagi Hafnarstrætis 9-13, Ísafirði, dagsett 15. nóvember s.l., þar sem greint er frá fyrirhugaðri flokkun sorps frá húsfélaginu og notkunar pressugáma frá Gámaþjónustu Vestfjarða.  Óskað er eftir endurskoðun sorpgjalda vegna breytinga á núverandi fyrirkomulagi. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfisnefndar á fundi sínum 19. nóvember sl.


Umhverfisnefnd frestar erindinu. Sviðstjóra umhverfissviðs er falið að vinna áfram að málinu.



3. Flutningur húss á Suðureyri. (2007-08-0047)


Á fundi bæjarráðs 12. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, dagsett 3. nóvember s.l., er varðar lóðamál fasteignarinnar Skólagötu 6, Suðureyri og bréf hans frá 25. ágúst s.l., þar sem sótt var um nýja lóð undir húsið, ásamt ósk um aðstoð Ísafjarðarbæjar við flutning hússins.


Jafnframt var lagður fram tölvupóstur Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings til Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra er varðaði málið.


Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir fundi sínum, bæjarstjóra, hafnarstjóra og bæjartæknifræðingi með Elíasi Guðmundssyni. Á fundinum var rætt um mögulega breytingu á skipulagi, þannig að ekki þurfi að færa húsið að Skólagötu 6, Suðureyri.


Erindi Elíasar Guðmundssonar vísað til umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun nefndarinnar frá 272. fundi, vegna flutnings hússins.



4. Rekstraryfirlit mánaðarins.  (2007-06-0040).


Lögð fram mánaðarskýrsla fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar fyrir janúar ? september 2007.


Lagt fram til kynningar.



5. Neðri Tunga, endurbætur húss. (2007-10-0059).


Lagt fram bréf, dags. 22. nóvember sl., frá Marinó Hákonarsyni fh. Ylgs ehf., þar sem óskað er eftir endurbótum á íbúðarhúsinu að Neðri Tungu í Skutulsfirði samkvæmt meðfylgjandi bréfi og teikningum.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Varðandi viðbyggingu við íbúðarhúsið þá er því erindi hafnað þar sem ekki er skilgreindur byggingarreitur fyrir viðbyggingu við húsið í gildandi deiliskipulagi.



6. Niðurrif Aðalgötu 17, Suðureyri. (2007-11-0057)


Lagt fram bréf, dags. 14. nóvember sl., frá Gísla Jóni Hjaltasyni framkvæmdastjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., þar sem óskað er eftir leyfi til niðurrifs á fasteigninni Aðalgötu 17, Suðureyri. Meðfylgjandi bréfi eru ljósmyndir af húsinu eins og það er í dag.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



7. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:50.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.  


Geir Sigurðsson.


Björn Davíðsson.  


Benedikt Bjarnason. 


Sigurður Mar Óskarsson.  


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?