Skipulags- og mannvirkjanefnd - 276. fundur - 24. október 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Geir Sigurðsson, Björn Davíðsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.
1. Umhverfisviðurkenningar 2007. (2007-08-0025).
Lagt fram bréf, mótt. 11. október sl., frá Ásdísi Friðbertsdóttur eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 21, Suðureyri, þar sem Ásdís þakkar fyrir þá viðurkenningu sem lóð hennar fékk við úthlutun umhverfisviðurkenningar Ísafjarðarbæjar 2007.
Umhverfisnefnd þakkar bréfið.
2. Veggskreytingar og merkingar. (2007-10-0052).
Lagt fram bréf, dags. 17. október sl., frá Skarphéðni Jónssyni skólastjóra grunnskólans á Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að mála og skreyta skólalóðina samkvæmt meðfylgjandi bréfi og uppdrætti.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
3. Kaplaskjól 2, Engidal. ? umsókn um byggingarleyfi. (2007-10-0029)
Lagt fram bréf, dags. 8. október sl., frá Jónasi Björnssyni formanni Hestamannafélagsins Hendingar fh. Hendingar, þar sem óskað er eftir byggingarleyfi á lóðinni Kaplaskjól 2 í Engidal.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skila þarf inn byggingarnefndar-teikningum áður en byggingarleyfi verður veitt.
4. Flugöryggi í Fljótavík. (2007-08-0011).
Lagt fram bréf, dags. 9. október sl., frá Ólafi A. Jónssyni og Hjalta J. Guðmundssyni forstöðumanni hjá Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í greinargerð frá Herði Ingólfssyni er varðaði flugöryggi í Fljótavík á Ströndum og hugsanlega lagningu flugbrautar. Umhverfisstofnun bendir á að leita beri leyfis stofnunarinnar til framkvæmda í friðlandinu, einnig þarf að liggja fyrir samþykki sveitarfélags og landeigenda. Greingargerðin var lögð fyrir umhverfisnefnd 22. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar. Erindinu er vísað til vinnuhóps aðalskipulags norðan Djúps.
5. Stórholt 13, Ísafirði. ? Festing gervihnattamóttakara. (2007-10-0060).
Lagt fram bréf, dags. 16. oktober sl., frá Hannesi Óskarssyni íbúa að Stórholti 13, þar sem sótt er um leyfi til að setja festingar fyrir gervihnattamóttakara við strætisvagnabiðstöð til móts við Stórholt 15 - 17.
Umhverfisnefnd hafnar erindinu.
6. Neðri Tunga. (2007-10-0059).
Lagt fram bréf, dags. 18. október sl., frá Heiðari Inga Marinóssyni fh. Ragnheiðar Hákonardóttur, þar sem sótt er um leyfi til að setja hurð á suðurgafl á hlöðu í Neðri Tungu.
Umhverfisnefnd frestar erindinu. Umhverfisnefnd óskar eftir byggingarnefndarteikningum af útihúsunum eins og fyrirhugað er að þau muni líta út eftir endurbætur.
7. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.
Hafnarstræti 19 ? Breytingar á gluggum og hurð.
8. Önnur mál.
- Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2008. ? Lögð fram viðhaldsáætlun fyrir árin 2008 ? 2018. Nefndarmenn ræddu áætlunina.
- Tunguskógur. - Formaður nefndarinnar lagði fram hugmynd um að skipuleggja og hanna svæðið á milli Dagverðardals og Tungudals með útivistarsvæði og leiksvæði barna í huga.
- Forkaupslisti Ísafjarðarbæjar. Í samræmi við umræður á fundinum þá verður forkaupslisti unninn og sendur til nefndarmanna til frekari vinnslu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:05.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Geir Sigurðsson.
Björn Davíðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.