Skipulags- og mannvirkjanefnd - 275. fundur - 10. október 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Björn Davíðsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.
1. Aðalstræti 7 ? Breytingar á húseign. (2007-10-0020).
Lagt fram bréf, dags. 4. október sl., frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. eigenda húseignarinnar að Aðalstræti 7, Ísafirði., þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta suðvesturhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.
Umhverfisnefnd frestar erindinu.
2. Grundarstígur 15, Flateyri ? breytingar á húseign. (2007-10-0022).
Lagt fram bréf, dags. 4. október sl., frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. eigenda húseignarinnar að Grundarstíg 15, Flateyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að gera viðbyggingu við húsið samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.
Umhverfisnefnd samþykkir stækkunina.
3. Pólgata 10 ? stækkun á bílageymslu. (2007-10-0021)
Lagt fram bréf, dags. 3. október sl., frá Magnúsi Haukssyni eiganda húseignar að Pólgötu 10, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka bílgeymslu sem stendur á lóð hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. Meðfylgjandi er einnig samþykki húseiganda aðliggjandi lóðar að Mjógötu 7, Ísafirði vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
4. Svarta Pakkhúsið, Flateyri. (2007-09-0047).
Lagt fram bréf, dags. 12. september sl., frá Jóhanni Bæring Gunnarssyni verkefnastjóra tæknideildar, þar sem óskað er eftir leyfi til að flytja Svarta Pakkhúsið á Flateyri af athafnarsvæði á Flateyrarodda yfir á lóð Hafnarstrætis 2 á Flateyri.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur jafnframt til við bæjarstjórn að lóðinni Hafnarstræti 2, Flateyri verði úthlutað undir húsið í samræmi við deiliskipulag.
5. Fjarðargata 13 ? breytingar á húseign (2007-09-0082).
Lagt fram bréf, dags. 21. september sl., frá eigendum húseignarinnar að Fjarðargötu 13, Þingeyri, þar sem óskað er eftir afstöðu umhverfisnefndar á fyrirhugaðri breytingu á húseigninni.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið enda liggur fyrir jákvæð umsögn húsafriðunarnefndar. Byggingarfulltrúa er falið að vinna að málinu.
6. Holt í Arnardal. ? Flutningur á sumarhúsi. (2007-08-0031).
Lagt fram bréf, dags. 24. september sl., frá Hlyni Torfa Torfasyni fh. Skipulagsstofnunar, þar sem svarað er erindi sem sent var Skipulagsstofnun, dags. 10. september sl., þar sem óskað var meðmæla vegna flutnings á sumarhúsi í Holt í Arnardal.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og bendir á að samþykki landeigenda þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi verði gefið út.
7. Fyrirhleðsla við Reykjafjarðarós. (2007-08-0001).
Lagt fram bréf, dags. 24. september sl., frá Þresti Jóhannessyni fh. landeigenda í Reykjarfirði, þar sem lögð er fram nánari lýsing á fyrirhugaðri framkvæmd við fyrirhleðslu við Reykjarfjarðarós í Reykjarfirði. Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 22. ágúst sl.
Umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdina enda verði unnið samkvæmt verklýsingu dags. 24. september 2007. Lögð er áhersla á að framkvæmdaraðilar vinni verkið í samráði við tæknideild.
8. Hafnarstræti 17 ? umsókn um lóð. (2006-09-0013).
Lagt fram bréf, dags. 21. september sl., frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. Íslenska eignafélagsins ehf, þar sem óskað er eftir því að úthlutun lóðarinnar sé staðfest og hvenær lóðin verði tilbúin til framkvæmda.
Umhverfisnefnd frestar erindinu þar sem ekki liggur fyrir niðurstaða samningaviðræðna við núverandi lóðarhafa.
9. Aðalgata 34, Suðureyri - uppkaup. (2007-10-00xx).
Lagt fram tölvubréf, dags. 15. september sl., frá Elíasi Guðmundssyni. fh. Hvíldarkletts ehf, þar sem skorað er á Ísafjarðarbæ að fara í uppkaup á húseigninni Aðalgötu 34, Suðureyri, til þess að bæta aðgengi í gegnum bæinn, þar sem allir þungaflutningar fara í gegnum gatnamótin við Aðalgötu 34.
Umhverfisnefnd bendir á að deiliskipulag neðan Aðalgötu, Suðureyri gerir ráð fyrir að Eyrargatan verði famlengd til norðvesturs og því er ekki ástæða til uppkaupa.
10. Uppfylling við lón ? frístundahús. (2007-02-0077).
Lagt fram bréf, dags. 17. september sl., frá Elíasi Guðmundssyni. fh. Hvíldarkletts ehf, er varðar uppfyllingu við lón á Suðureyri og lóðir fyrir frístundahús.
Erindið var tekið fyrir í bæjarráði 24. september sl. og var því vísað til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.
Á fundi umhverfisnefndar 26. september sl. var tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Suðureyrar 1983 ? 2003. Á fundi bæjarstjórnar 5. október sl. var tillagan samþykkt og gert er ráð fyrir að breytingin verði auglýst til kynningar á næstu dögum. Deiliskipulag var einnig samþykkt af sama svæði. Skipulag á Þingeyri var auglýst í sumar, þar komu fram athugasemdir vegna fornleifa og er skipulagið í nánari skoðun. Erindi er varðar hafnarmannvirki er vísað til hafnarstjórnar.
11. Umhverfisþing 2007. (2007-07-0010).
Lagt fram bréf, dags. 20. september sl., frá Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, þar sem lögð er fram dagskrá og boðið er á fimmta Umhverfisþing sem haldið verður á vegum umhverfisráðuneytisins á Hótel Nordica dagana 12. og 13. október nk.
Jóhann Birkir og Svanlaug munu sækja þingið.
12. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra. (2007-06-0040).
Lögð fram mánaðarskýrsla frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar um rekstur og fjárfestingar fyrir janúar til ágúst 2007.
Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd bendir á að samþykktar viðbótarfjárveitingar til fjárfestinga og reksturs eru ekki inni í mánaðarskýrslunni.
13. Deiliskipulag á Flateyri. (2007-03-0103).
Umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Flateyrar 1996 ? 2015, sem var grundvöllur fyrir staðfestingu deiliskipulags.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið, austan við Hafnarstræti þar sem gert er ráð fyrir níu nýjum lóðum fyrir útleiguhús, verði staðfest.
14. Önnur mál.
Formaður lagði fram hugmynd KNH ehf. að gatnaframkvæmdum í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:05.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Magdalena Sigurðardóttir.
Björn Davíðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.