Skipulags- og mannvirkjanefnd - 274. fundur - 26. september 2007

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Geir Sigurðsson. Björn Davíðsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Jóhann Birkir Helgason.



1. Varnargarður og flotbryggja við Norðurtanga.  (2007-09-0032).


Á 272. fundi umhverfisnefndar var lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf, Ísafirði, fh. íbúðareigenda að Sundstræti 34, Ísafirði, dags. 7. september sl., þar sem óskað var eftir áliti umhverfisnefndar við hugmynd þeirra um að byggja flotbryggju og varnargarð við Norðurtanga á Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti frá Tækniþjónustu Vestfjarða.  Bókun umhverfisnefndar var að óska eftir umsögn hafnarstjórnar á erindinu. Hafnarstjórn tók málið fyrir á 127. fundi sínum, 18. september sl.  Hafnarstjórn bendir á að almenna reglan hefur verið að hafna hafnargerð einkaaðila á hafnarsvæði hafna Ísafjarðarbæjar vegna  fordæmisgildis.


Umhverfisnefnd telur að til greina komi að hafnarmannvirki verði byggð á þessu svæði að breyttu aðal- og deiliskipulagi.



2. Tilkynning um jarðrask á flugvallasvæðinu.  (2007-09-0080).


Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. september sl., frá Guðbirni Charlessyni fh. Flugstoða ohf., þar sem tilkynnt er um fyrirhugað jarðrask á 400 m svæði, sem nær frá sandgeymslu og út að innri Naustalæk og frá efribrún vatnsrásar við öryggissvæði flugvallar uppfyrir girðingu um það bil 5 ? 10 m. Heildarbreidd svæðis er um 40 ? 50 m.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.



3. Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði. (2007-09-0037)


Á fundi í bæjarráði Ísafjarðar 17. september sl. var lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. september s.l., er varðar viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Samb. ísl. sveitarf. um kirkjugarðsstæði og fleira.  Reglurnar fylgja bréfinu og voru þær undirritaðar af aðilum þann 29. júlí 2007.


Bæjarráð vísaði erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.



4. Aðalskipulag Suðureyrar 1983 ? 2003 - Breyting.  (2007-09-00xx).


Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Suðureyrar 1983 ? 2003 á svæði austan Túngötu og Sætúns.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verði auglýst.



5. Sjávarþorpið Suðureyri.  (2005-12-0008).


Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Sætún á Suðureyri. Á 271. fundi umhverfisnefndar var deiliskipulagið tekið fyrir. Umhverfisnefnd óskaði eftir að lóðir neðan Sætúns yrðu gerðar að raðhúsalóðum. 


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.



6. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Flutningur á bílskúr af Fitjateig í Hnífsdal og að Seljalandsvegi 102, Ísafirði.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.  


Geir Sigurðsson.


Björn Davíðsson.  


Jóna Símonía Bjarnadóttir. 


Sigurður Mar Óskarsson.  


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?