Skipulags- og mannvirkjanefnd - 269. fundur - 25. júlí 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.
Fundarritari var Jóhann Birkir Helgason.
1. Stjórn skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. (2007-07-0044)
Erindi dags. 20. júlí s.l., frá stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa frá umhverfisnefnd í byggingarnefnd Skíðasvæðis.
Umhverfisnefnd tilnefnir Sigurð Mar Óskarsson, sem fulltrúa í byggingarnefnd Skíðasvæðis.
2. Beiðni um umsögn á rekstarleyfi. (2007-07-0043)
Erindi dags. 20. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Gróu Böðvarsdóttur um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina ,,Krúsin veitingahús?
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Krúsina.
3. Mjallargata 9, Ísafirði, utanhússklæðning. (2007-07-0042)
Erindi Trausta Leóssonar f.h. Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi frá 11. júlí s.l., þar sem sótt er um leyfi til viðgerðar á klæðningu hússins nr. 9 við Mjallargötu á Ísafirði. Fyrir liggur bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
4. Tangagata, Ísafirði, umsókn um lóð. (2007-04-0072)
Erindi frá Védísi Geirsdóttur dags. 17. apríl s.l. f.h. Ara S. Sigurjónssonar og Freyju Bjarnadóttur þar sem sótt er um lóð við Tangagötu fyrir bílastæði.
Umhverfisnefnd óskar eftir mæliblaði fyrir lóðina.
5. Ársskýrsla Brunamálastofnunar. (2007-07-0016)
Lagt fram bréf dags. 5. júlí 2007 frá Birni Karlssyni, brunamálastjóra, þar sem ársskýrsla Brunamálastofnunar er kynnt, sjá á www.brunamal.is.
Lagt fram til kynningar.
6. Götunafn á Flateyri. (2007-03-0103)
Tekið fyrir erindi Jóhanns B. Helgasonar, sviðstjóra umhverfissviðs, þar sem hann óskar eftir að umhverfisnefnd finni nafn á nýja götu á Flateyri.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að gatan fái nafnið, Melagata. Gatan er á Melunum á Flateyri og dregur nafn sitt af því örnefni.
7. Gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. (2007-06-0010)
Lögð fram drög að samþykkt um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ unnin af byggingarfulltrúanum á Ísafirði.
Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn bæjarráðs á drögum að samþykkt um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ.
8. Vegslóði frá Öldugilsheiði að Drangajökli. (2007-07-0030)
Erindi Hannibals Helgasonar og Engilberts Ingvarssonar dags. 9. júlí 2007, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða frá Öldugilsheiði að Drangajökli.
Umhverfisnefnd bendir á að verið er að vinna aðalskipulag af svæðinu og hafnar því framkvæmdaleyfi að svo stöddu.
Umhverfisnefnd bendir á að ekki er ástæða til að taka afstöðu til styrkbeiðni bréfritara fyrr en aðalskipulagsvinnu er lokið.
9. Umhverfisnefnd MSÍ. (2007-07-0023)
Lagt fram bréf ódagsett frá umhverfisnefnd MSÍ, þar sem boðin er aðstoð við lausn mála er tengjast vélhjólafólki í Ísafjarðarbæ. Þá er óskað eftir að umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar svari fjórum spurningum.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir bréfið og felur tæknideild að svara bréfritara í samræmi við umræðurnar á fundinum.
10. Styrking GSM farsímaþjónustu. (2007-06-0009)
Erindi frá Rafhönnun í Reykjavík dags. 29. júní 2007, þar sem kynnt er væntanleg styrking GSM farsímaþjónustu á stofnvegum og nokkrum ferðamannastöðum.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:25.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.
Albertína Elíasdóttir.
Björn Davíðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Jóhann Birkir Helgason,
sviðstjóri umhverfissviðs
Sigurður Mar Óskarsson,
varaformaður.