Skipulags- og mannvirkjanefnd - 265. fundur - 23. maí 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
1. Hafnarstræti 7, Þingeyri. ? Breytingar. (2007-05-0040)
Lagt fram bréf Eiríks Eiríkssonar, Felli í Dýrafirði, dagsett 9. maí 2007, þar sem hann óskar eftir leyfi til að breyta húsnæði sínu að Hafnarstræti 7, Þingeyri í gistiheimili. Húseignin er í dag skráð sem verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til teikningar berast.
2. Tunguskógur 29 og 39. ? Byggingarleyfi. (2007-05-0068)
Lagt fram bréf Snorra Hermannssonar, dagsett 18. maí 2007., þar sem óskað er eftir heimild til að reisa sumarhúsið Hól á lóðum 29 og 39 í Tungudal, skv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Í dag er geymsluskúr staðsettur á annarri lóðinni og mun hann standa áfram.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda ekki um óbyggða lóða að ræða. Búseta verði takmörkuð eins og er um aðrar eignir í Tunguskógi.
3. Staðarkirkja Aðalvík - endurbætur. (2007-05-0012)
Lagt fram bréf, dags 16. maí 2007 frá Guðmundi Lúther Hafsteinssyni, þar sem óskað er leyfis fyrir því að lagfæra Staðarkirkju í Aðalvík. Ekki er um útlitsbreitingar að ræða, heldur lagfæringu og endurnýjun á ónýtum byggingarhlutum. Meðfylgjandi bréfi eru teikningar af kirkjunni og nánari lýsing á lagfæringum. Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt lagfæringar á kirkjunni. Bréf Húsafriðunarnefndar var lagt fram í síðasta fundi umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
4. Fjarðarstræti 39, Ísafirði - Sólstofa. (2007-05-0067)
Lagt fram bréf, dags 18. maí 2007 frá Henry Bæringssyni, þar sem hann óskar eftir heimild til að reisa sólstofu við suðurgafl íbúðarhússins að Fjarðarstræti 39, Ísafirði. Einnig er óskað eftir heimild til að stækka og endurbyggja bílageymslu sem stendur á lóð hússins. Meðfylgjandi bréfi eru teikningar unnar af Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
5. Byggingarlist. (2007-05-0029)
Erindi tekið fyrir í bæjarráði, 14. maí sl., þar sem lagt var fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags., 2. maí 2007, ásamt eintaki af stefnu stjórnvalda í byggingarlist. Stefnan var unnin af nefnd sem menntamálaráðherra skipaði um mitt ár 2005. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar.
6. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. (2007-05-0045)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 14. maí s.l., var lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 9. maí s.l., er varðar viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heims-faraldurs inflúensu. Bréfinu fylgir afrit af bréfi vinnuhóps á vegum ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis til Samb. ísl. sveitarf.
Bæjarráð vísaði erindinu til almannavarnanefndar á norðanverðum Vestfjörðum og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hjálagt fylgir bréf Samb. ísl. sveitarf. ásamt fylgigögnum.
Umhverfisnefnd óskar umsagnar forstöðumanns Funa á drögum að viðbragðsáætlun sorphirðu.
7. Velferð til framtíðar. ? Sjálfbær þróun. (2007-05-00xx)
Lagt fram rit Umhverfisráðuneytisins á stefnumörkun stjórnvalda á sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi. Ritið ber heitið ?Velferð til framtíðar.? Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2006 ? 2009.
Lagt fram til kynningar.
8. Reglur um auglýsingar í íþróttahúsum sveitarfélagsins. (2007-05-0056)
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um auglýsingar í íþróttahúsum og á íþróttavöllum Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd tók fyrir reglurnar á 77. fundi sínum 9. maí sl. Bæjarráð vísaði reglunum til umhverfisnefndar til skoðunar á 527.fundi sínum, 14. maí sl.
Umhverfisnefnd felur verkefnisstjóra Eignasjóðs að ræða við íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar um drögin með það að markmiði að tryggja aðkomu Eignasjóðs.
9. Önnur mál.
Björn Davíðsson óskaði eftir að bókuð yrði óánægja með að þeir nefndarmenn sem óskuðu eftir því að mæta á kynningarfund um olíuhreinsunarstöð skuli ekki hafa vera heimilað að sitja fundinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.
Albertína Elíasdóttir.
Björn Davíðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.