Skipulags- og mannvirkjanefnd - 263. fundur - 9. maí 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir,  Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Sigurður Mar Óskarsson var fjarverandi og enginn mætti í hans stað.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Brunngata 20, Ísafirði. ? Umsókn um lóð. (2006-08-0010)


Lögð fram umsögn byggingarnefndar Grunnskólans á breytingu á aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar að Brunngötu 20. Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars s.l. Fyrirhugað er að byggja á lóðinni 3-5 hæða steinhús með 5-9 íbúðum. Bókun umhverfisnefndar var eftirfarandi: Umhverfisnefnd telur að hugmyndir lóðarhafa á nýtingu lóðarinnar séu ekki í samræmi við eðlilegt nýtingarhlutfall. Jafnframt óskar umhverfisnefnd  umsagnar byggingarnefndar Grunnskólanns á Ísafirði um erindi.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað, þar sem gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir nýbyggingu á þessari lóð.



2. Langá í Engidal og Tunguá í Tungudal.  (2007-03-0049)


Tekið fyrir að nýju erindi Gunnars Skagfjörð Sæmundssonar. Erindið var tekið fyrir í umhverfisnefnd á 259. fundi nefndarinnar 28. mars sl. Óskað var eftir áliti Náttúrustofu Vestjarða á erindinu. Dr. Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, skilaði inn áliti með tölvupósti 2. maí s.l., þar sem hann svarar fyrirspurn um uppbyggingu laxfiskstofna í Langá í Engidal og í Tunguá í Tungudal í Skutulsfirði. Umhverfisnefnd hafnar erindinu á þeirri forsendu að árnar eigi að vera  aðgengilegar almenningi. Jafnframt er vísað í álit Dr. Þorleifs Eiríkssonar.



3. Umsóknir um lóðir. (2007-02-0077)


Lagt fram bréf, móttekið 27. apríl s.l., þar sem Elías Guðmundsson fh. Hvíldarkletts ehf, Suðureyri, sækir um tímabundið leyfi til byggingar fyrir þremur húsum á lóð merkt A1 við Freyjugötu á Suðureyri. Meðfylgjandi umsókn fylgja teikningar frá Eiríki Vigni Pálssyni hjá teiknistofunni Pro Ark.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



4. Seljalandsvegur 4a, Ísafirði. - Sólpallur. (2007-05-0024)


Lögð fram umsókn dagsett 3. maí 2007, frá Helgu Ásgeirsdóttur, íbúa að Seljalandsvegi 4a, Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að setja sólpall á lóð samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



5. Freyjugata 2, Suðureyri ? Breyting á frystigeymslu (2007-04-0063)


Lagt fram bréf dagsett 20. apríl sl., frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf, Suðureyri, þar sem óskað er eftir leyfi umhverfisnefndar til að rífa allar íbúðir á þaki frystigeymslunnar og loka þaki geymslunnar með stólaðri timburklæðningu klæddri með tjörupappa og bárujárni skv. meðfylgjandi teikningum frá Hallvarði Aspelund á Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



6. Aðalvík, Staðarkirkja - Endurbætur. (2007-05-0012)


Lagt fram bréf dagsett 2. maí sl. frá Magnúsi Skúlasyni f.h. Húsafriðunarnefndar ríkisins, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við bréfi Guðmundar L. Hafsteinssonar, arkitekts, þar sem hann óskar eftir athugasemdum við endurbætur á ytra byrði Staðarkirkju í Aðalvík samkvæmt teikningum og greinargerð um verkið.


Lagt fram til kynningar.



7. Tunguskógur, Skutulsfirði, lóð nr. 37 ? Stækkun lóðar. (2007-04-0058).


Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2007, frá Elvu Steinsdóttur, Lilju Guðrúnu Steinsdóttur, Aðalheiði Steinsdóttur og Hauki Harðarsyni, þar sem sótt eru um stækkun á lóð nr. 37 í Tunguskógi, Skutulsfirði, samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjandi fái umbeðna lóðarstækkun. Tæknideild er falið að útbúa mæliblað af lóðinni.



8. Landeigendur í Ísafjarðarbæ. (2007-04-0073)


Lögð fram bréf frá byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á 9. gr. jarðarlaga nr. 81/2004. Um er að ræða að ef eigendur jarða, sem eru í sameign, eru fleiri en þrír fjárráða einstaklingar eða lögaðilar þá er þeim skylt að tilnefna forsvarsmann.


Umhverfisnefnd telur rétt að landeigendum verði kynnt þessi lagagrein við afgreiðslu erinda.



9. Reykjarfjörður. ?Veitinga og gistileyfi.  (2007-05-0015)


Erindi dagsett 3. maí sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Þrastar Jóhannessonar, Ísafirði, um veitinga- og gistileyfi fyrir starfstöðina Reykjarfjörð á Hornströndum.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitinga- og gistileyfi verði veitt fyrir Reykjarfjörð til eins árs.



10. Dalbær á Snæfjallaströnd.  ? Veitinga og gistileyfi. (2007-05-0016)


Erindi dagsett 3. maí sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Ágústu B. Kristjánsdóttur  um veitinga- og gistileyfi fyrir starfstöðina Dalbæ, Snæfjallaströnd, Ísafjarðardjúpi.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitinga- og gistileyfi verði veitt fyrir Dalbæ til eins árs.



11. Edinborgarhúsið, Ísafirði.  ? Veitinga- og vínveitingarleyfi. (2007-04-0038)


Erindi dagsett 20. apríl sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Hermanns B. Þorsteinssonar f.h. Vestfirskra Verktaka ehf.  um veitingaleyfi fyrir starfstöðina Edinborgarhúsið. Einnig liggur fyrir umsókn, dags. 18. apríl sl., hjá Ísafjarðarbæ þar sem sótt er um vínveitingaleyfi vegna veitinga í Edinborgarhúsi á Ísafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitinga- og vínveitingaleyfi verði veitt fyrir Edinborgarhúsið til eins árs. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.



12. Sindragata 13, Ísafirði, breyting á deiliskipulagi. (2007-02-0043)


Tekin fyrir að nýju deiliskipulagstillaga fyrir svæðið milli Njarðarsunds/Ásgeirsgötu/ Sindragötu og Sundabakka, Ísafirði.  Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar þann 21. febrúar sl.  Hafnarstjórn hefur skilað umsögn á þá leið að lóðinni næst Ísnum verði skipt upp með línu austur ? vestur til helminga og að farið verði í makaskipti við Eimskip ehf., um nyrðri hluta lóðarinnar.  Rök hafnarstjórnar fyrir þessari tillögu eru að bráð vöntun er á bílastæðum fyrir hafnsækna ferðaþjónustu eins og núverandi skipulag gerir ráð fyrir.


Umhverfisnefnd telur, með vísan til rammaskipulags, að næg bílastæði séu á svæðinu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag tillaga 1 verði auglýst.



13. Önnur mál.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 9:35.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.    


Jóhann Birkir Helgason,  sviðsstjóri umhverfissviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?