Skipulags- og mannvirkjanefnd - 261. fundur - 11. apríl 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Gangnamunni við Skarfasker.   (2007-02-0142).


Erindi frá Gísla Eiríkssyni f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 30. mars sl., þar sem spurt er hvort ástæða er til að breyta skipulagi vegna breytingar á veginum við Skarfasker. Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka hefur þurft að færa veglínuna um 100 m á 200-300m kafla.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að verði Skarfaskersleið valin, verði aðalskipulagi breytt m.t.t. staðsetningu gangnamunnans, mögulegra haugsetninga-svæða og vegar í gegnum Hnífsdal.



2. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.   (2006-03-0038).


Auðlindir og lífsgæði, málþing um skipulagsmál í Önundarfirði, Dýrafirði og Arnarfirði, haldið á Þingeyri 9. júní 2007.


Erindið kynnt. Nefndarmenn eru hvattir til að mæta á málþingið.



3. Daltunga 2, 4, 6 og 8, Ísafirði.  (2006-02-0067 - 0070)


Bréf frá Guðna G. Jóhannssyni f.h. G-7 ehf, kt: 711203-2220, þar sem hann afsalar sér lóðunum að Daltungu 2, 4, 6 og 8, Ísafirði, áður Eikarlundur.


Erindið kynnt. Umhverfisnefnd felur tæknideild að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar.



4. Ártunga 2, Ísafirði.  (2007-03-0033)


Bréf frá Herði Sævari Harðarsyni þar sem hann afsalar sér lóðinni að Ártungu 2, Ísafirði.


Erindið kynnt. Umhverfisnefnd felur tæknideild að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.



5. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.  (2006-03-0038)


Lögð fram breyting á aðalskipulag Ísafjarðar 1989 - 2009. Um er að ræða snjóflóðagarð ofan við Holtahverfi.


Erindið kynnt.



6. Grunnavík. ? Lendingabætur.  (2007-02-0003)


Tekið fyrir erindi Jóns F. Jóhannssonar, verkefnastjóra F.G. fh. Ferðaþjónustunnar í Grunnavík, þar sem sótt er um leyfi til að lagfæra gömlu steinbryggjuna og nánasta umhverfi í upprunalegt horf. Erindið var tekið fyrir á 252. fundi umhverfisnefndar og var frestað þar sem hafnarstjóri var með málið til skoðunar.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda verði öll framkvæmdin í samráði við tæknideild. Mannvirkið er og verður áfram í eigu Ísafjarðarbæjar eftir lagfæringar og öllum frjálst til afnota.



7. Fljótavík, Geirmundarstaðir.  (2007-04-0010)


Lögð fram umsókn frá Sigrúnu Vernharðsdóttur, dags 6. apríl sl., þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 65 m² sumarhúsi á lóð Geirmundastaða í Fljótavík. Með umsókn liggja fyrir afstöðumynd, uppdráttur af húsinu, þinglýst skipatyfirlýsing og yfirlýsing um heimild til byggingar á jörðinni Geirmundarstöðum.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimilda Skipulagsstofnunar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. Umhverfisnefnd bendir á að fullnaðar byggingarnefndarteikningar þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt.



8. Skrúður í Dýrafirði.  (2007-02-0099)


Erindi frá Þóri Erni Guðmundssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að auglýsa eftir umsjónarmanni fyrir sumarið 2007. Lagt er fram rekstraryfirlit fyrir árið 2006.


Umhverfisnefnd felst á að staðan verði auglýst.



9. Önnur mál.


? Fundur umhverfisnefndar með bæjarráði, vegna Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar, verður haldinn mánudaginn 16. apríl 2007 kl. 16.00.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 9:20.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.     


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


   


 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?