Skipulags- og mannvirkjanefnd - 260. fundur - 29. mars 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Védís Geirsdóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir,  Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins.   (2007-03-0078).


Lagt fram bréf Samtaka atvinnulífsins dagsett 16. mars 2007, þar sem boðað er á aðalfund samtakanna þriðjudaginn 17. apríl nk., á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



2. Njóli í bæjarlandinu.  (2007-03-0076)


Lagt fram erindi Magna Örvars Guðmundssonar, Seljalandi, dagsett í síðustu viku Góu, þar sem skorað er á umhverfisnefnd, að gera ráðstafanir til að eyða njóla í bæjarlandinu.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til garðyrkjustjóra.



3. Fjarðargata 54, Þingeyri, endurskoðun á skráningu.  (2007-03-0066)


Lagt fram bréf Gunnars Sigurðssonar Fjarðargötu 56, Þingeyri, dagsett 27. febrúar 2007, þar sem farið er fram á að Ísafjarðarbær breyti skráningu á bílskúr að Fjarðargötu 54, Þingeyri, sem er nú skráður sem  trésmíðaverkstæði.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið vegna breyttrar notkunar.



4. Samþykkt um forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar á fasteignum innan  sveitarfélagsins.  (2005-10-0014)


Lagt fram bréf frá Jóhann B. Helgasyni sviðstjóra umhverfissviðs, þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á því hvort uppfæra eigi áður samþykktan forkaupsréttarlista Ísafjarðarbæjar.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að koma með drög að nýjum forkaupsréttarlista.



5. Skipulagsdagur 2007.  (2007-03-0067)


Lagt fram bréf  frá Skipulagsstofnun dagsett 28. febrúar 2007, þar sem Skipulagsstofnun boðar til samráðsfundar um skipulags- og umhverfismál dagana 12. ? 13. apríl nk. á Akureyri.


Umhverfisnefnd leggur til að formaður umhverfisnefndar, byggingarfulltrúi og sviðsstjóri umhverfissviðs sæki fundinn.



6. Eignasjóður Ísafjarðarbæjar.  (2005-12-0021)


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðstjóra umhverfissviðs, þar sem farið er yfir öll mannvirki sem falla undir Eignasjóð Ísafjarðarbæjar.


Umhverfisnefnd óskar eftir fundi með bæjarráði m.a. um hlutverk nefndarinnar í rekstri Eignasjóðs.



7. Umsókn um styrk vegna lokaverkefnis um gildi Austurvallar á Ísafirði.     (2007-03-0050)


Lagt fram bréf frá Maríu Guðbjörgu Jóhannsdóttur dagsett 7. mars 2007, þar sem hún sækir um styrk vegna ferðakostnaðar til Ísafjarðar í tengslum við lokaverkefni sitt, sem fjallar um Austurvöll á Ísafirði.


Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara.





8. Malarnám í Engidal.   (2005-11-0055)


Lagt fram bréf frá sviðsstjóra umhverfissviðs, þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á því að aka að malarnámunni í Langá í Engidal austan megin.


Erindinu frestað til næsta fundar.



9. Reykjarfjörður, bygging sumarhúss.  (2006-11-0121)


Tekið fyrir að nýju erindi frá Steinunni Ragnarsdóttur þar sem hún sækir um byggingarleyfi fyrir tæplega 75 m² sumarhús á lóðinni Borgartún í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi hinum forna, skv. teikningum frá Teiknivangi.  Ísafjarðarbær óskaði meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.  Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að Ísafjarðarbær veiti leyfi fyrir byggingunni.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um að umsögn frá Veðurstofu Íslands vegna hættu á ofanflóðum hafi borist.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 17:35.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Védís Geirsdóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.    


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.       


Jóhann Birkir Helgason,  sviðsstjóri umhverfissviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?