Skipulags- og mannvirkjanefnd - 259. fundur - 28. mars 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Védís Geirsdóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
1. Aðalstræti 37, Ísafirði. - Tillaga að lóðarblaði. (2007-03-0019)
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa af nýju lóðarblaði fyrir Aðalstræti 37, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomna tillögu byggingar-fulltrúa. Á mæliblaði komi fram kvöð um aðgengi að blómagarðinum.
2. Seljalandsvegur 86, Ísafirði. - Tillaga að lóðarblaði. (2007-03-00--)
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa af nýju lóðarblaði fyrir Seljalandsveg 86, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarblað sem lagt hefur verið fram af byggingarfulltrúa verði samþykkt.
3. Látrar í Aðalvík. (2007-03-0061)
Lagt fram bréf frá Friðrik Hermannssyni ódagsett þar sem sótt er um leyfi fyrir 10 fermetra húsi að Látrum í Aðalvík.
Umhverfisnefnd óskar umsagnar Umhverfisstofnunar á erindinu, sbr. ?Samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornstöndum? og óskar jafnframt eftir teikningum af húsinu.
4. Heimreið við sumarhús nr. 47 og 48 í Tunguskógi. (2007-03-0062)
Lagt fram bréf frá Vilhjálmi Antonssyni dagsett 5. mars 2007, þar sem þess er farið á leit við umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar, að hún veiti samþykki sitt fyrir að gerð verði breyting á heimreið upp að sumarhúsalóðum nr. 47 og 48 í Tunguskógi.
Umhverfisnefnd fellst á umræddar breytingar og tekur fram að Ísafjarðarbær stendur ekki straum af kostnaði við bílastæði og heimreiðar. Framkvæmdin skal unnin í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.
5. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði á Suðureyri. (2007-03-0059)
Lögð fram umsókn frá Guðmundi Valgeir Hallbjörnssyni, Suðureyri, dagsett 12. mars 2007, þar sem hann sækir um lóð við Freyjugötu á Suðureyri. Lóðin er merkt sem A-2 á deiliskipulagi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.
6. Langá í Engidal og Tungá í Tungudal. (2007-03-0049)
Lagt fram bréf frá Gunnari Skagfjörð Sæmundssyni dagsett 9. mars 2007, þar sem hann óskar eftir að fá veiðirétt í Langá í Engidal og Tunguá í Tungudal, Skutulsfirði, með það að markmiði að gera tilraun á því hvort hægt sé að byggja upp náttúrulega stofna laxfiska í þessum ám.
Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar. Bæjartæknifræðingi er falið að leita álits Náttúrustofu Vestfjarða.
7. Breyting á aðalskipulagi Flateyrar. (2007-03-0102)
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flateyrar 1996-2015, unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða dagsett í mars 2007, sem tekur til svæðisins austan Hafnarstætis milli Tjarnargötu og Ránargötu, sem ætluð er fyrir íbúðasvæði og iðnaðarsvæði, breytist í svæði fyrir frístundahús.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að breyttu aðalskipulagi Flateyrar 1996-2015 verði auglýst.
Albertína Elíasdóttir vék af fundi kl 09:05.
8. Breyting á deiliskipulagi Flateyrar. (2007-03-0103)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi á Flateyri frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dagsett í mars 2007, sem tekur til svæðisins austan Hafnarstætis milli Tjarnargötu og Ránargötu. Þar er ekkert samþykkt deiliskipulag fyrir hendi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Flateyrar verði auglýst.
9. Breyting á aðalskipulagi Þingeyrar. (2007-03-0100)
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingeyrar 1985-2005, unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða dagsett í mars 2007, sem tekur til svæðisins norðvestan við enda Hlíðargötu og ofan við miðbæ Þingeyrar, sem ætluð er fyrir íbúðasvæði, breytist í svæði fyrir frístundahús.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að breyttu aðalskipulagi Þingeyrar 1985-2005 verði auglýst.
10. Breyting á deiliskipulagi Þingeyrar. (2007-03-0101)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi á Þingeyri frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dagsett í mars 2007, sem tekur til svæðis norðvestan við enda Hlíðargötu og ofan við miðbæ Þingeyrar. Þar er ekkert samþykkt deiliskipulag fyrir hendi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Þingeyrar verði auglýst.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:40.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.
Albertína Elíasdóttir.
Björn Davíðsson.
Védís Geirsdóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.