Skipulags- og mannvirkjanefnd - 258. fundur - 14. mars 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Védís Geirsdóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
1. Jarðgöng á leiðinni Bolungarvík ? Ísafjörður. (2007-02-0142).
Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 23. febrúar 2007, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum jarðgöng á leiðinni Bolungarvík - Ísafjörður skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Umhverfisnefnd telur að Seljadalsleið og Skarfaskersleið séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Hvað varðar Hnífsdalsleið, þá telur umhverfisnefnd að hún sé háð mati á þeirri forsendu, að hún hefur í för með sér meira inngrip í umhverfið og vegna nálægðar við byggð. Bent er á að þegar leið hefur verið valin er þörf á að fara í breytingu á aðalskipulagi. Það er skoðun umhverfisnefndar að ef Seljadalsleið eða Skarfaskersleið verði valdar, ætti Djúpvegur að liggja á uppfyllingu neðan byggðar.
2. Brunngata 20, Ísafirði. ? Breyting á aðal- og deiliskipulagi. (2006-08-0010)
Erindi Kristjáns H. Lyngmo dagsett 7. mars 2007, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær breyti aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar að Brunngötu 20, Ísafirði. Fyrirhugað er að byggja á lóðinni 3-5 hæða steinhús með 5-9 íbúðum.
Umhverfisnefnd telur að hugmyndir lóðarhafa á nýtingu lóðarinnar séu ekki í samræmi við eðlilegt nýtingarhlutfall. Jafnframt óskar umhverfisnefnd umsagnar byggingarnefndar Grunnskólanns á Ísafirði um erindið.
3. Umsókn Vinaminnis ehf., Ísafirði, um vínveitingarleyfi til eins árs vegna veitingastaðarins Fernando?s, Ísafirði. (2007-02-0124)
Erindi bæjarritara Ísafjarðarbæjar þar sem óskað er umsagnar byggingar- og skipulagsnefndar, varðandi vínveitingarleyfi til eins árs vegna veitingarstaðarins Fernando?s á Ísafirði.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að vínveitingarleyfi verði veitt til eins árs, enda er staðsetning veitingahússins í samræmi við skipulagsákvæði. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.
4. Fráveituútrás í Króknum, Ísafirði. (2006-01-0036)
Lögð fram tillaga frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs, að nýrri holræsaútrás í Króknum á Ísafirði, unnin af Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., Ísafirði.
Jóhann kynnti fyrir nefndarmönnum hvernig skolpmálum er háttað í Króknum. Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með tillöguna og bendir á að taka þarf tillit til framkvæmdarinnar í komandi fjárhagsáætlun.
5. Niðurrif húsa við Árvelli í Hnífsdal. (2006-09-0030)
Lögð fram tillaga frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs, um frágang svæðis við Árvelli í Hnífsdal unnið af Teiknistofunni Eik, Ísafirði.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með framkomna tillögu og leggur til að framkvæmdin verði boðin út enda er fjármagn tryggt.
6. Brunavarnaráætlun 2007. (2007-02-0041)
Lögð fram brunavarnaráætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2007. Áætlunin var lögð fram á 514. fundi bæjarráðs, 12. febrúar sl. Bæjarráð vísaði áætluninni til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að brunavarnaráætlunin verði samþykkt. Jafnframt óskar umhverfisnefnd eftir að tæknideild geri kostnaðaráætlanir á lagfæringu og stækkun á núverandi slökkvistöð, sem og vegna uppsetningar og eftirlits á eldvarnarkerfum í skólum og leikskólum Ísafjarðarbæjar. Umhverfisnefnd bendir á nauðsyn þess að eldvarnarkerfi, sem eru í fyrirtækjum og stofnunum séu beintengd við vaktstöð.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:00.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.
Albertína Elíasdóttir.
Björn Davíðsson.
Védís Geirsdóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.