Skipulags- og mannvirkjanefnd - 257. fundur - 7. mars 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.  


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Lóðir undir frístundahús á Flateyri og Þingeyri.    (2007-02-0118)


Erindi frá Fjord Fishing ehf., tekið fyrir á fundi bæjarráðs 26. febrúar sl., þar sem lagt var fram bréf, móttekið 22. febrúar sl., frá Finni Jónssyni f.h. Fjord Fishing ehf.  Erindi Fjord Fishing ehf., er að spyrjast fyrir um mögulegar lóðir undir frístundahús á Flateyri og Þingeyri. Um er að ræða að lágmarki 5 frístundahús á hvorum stað. Bæjarstjórn tók erindið fyrir á 220. fundi sínum 1. mars sl. og Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar:


Tillaga við 516. fund ? lið nr. 4


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur mikilvægt að skapa aðstöðu fyrir þá aðila sem vilja byggja upp í Ísafjarðarbæ fyrir sjóstangveiði. Lögð er áhersla á að umhverfisnefnd og tæknideild hraði vinnu við skipulag þannig að sem fyrst liggi fyrir hvaða lóðir geta verið til úthlutunar fyrir húsnæði vegna sjóstangveiðinnar.


Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Umhverfisnefnd bendir umsækjanda á skipulagðar frístundabyggðir innan Ísafjarðarbæjar, en bendir jafnframt á að málið heyri undir aðalskipulag. Umhverfisnefnd samþykkir að aðalskipulagsvinnu vegna frístundabyggða verði sett í forgang.



2. Oddavegur 9, Flateyri. ? Breyting á notkun húsnæðis.   (2007-03-0013)


Lagt fram bréf dagsett 27. febrúar s.l., frá  Sigurði H. Garðarssyni fh. Sjávargæða ehf, þar sem óskað er eftir því að breyta rekstri húss, að Oddavegi 9, Flateyri, úr timburverkstæði og í fiskverkun.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en vísar á Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða varðandi starfsleyfi.



3. Aðalstræti 37, Ísafirði. - Lóðamál. (2007-03-0019)


Lagt fram bréf dagsett 2. mars s.l., frá  Gísla Elís Úlfarssyni f.h. Hæstakaupstaðar ehf., þar sem farið er fram á framlenginu á lóðarleigusamning og stækkun lóðar samkv, teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gera tillögu að lóð við húsið og leggi fram á næsta fundi nefndarinnar. Lóðaleigusamningur vegna lóðarinnar rennur út í ágúst 2010.



4. Daltunga 3, Ísafirði. ? Umsókn um íbúðarhúsalóð.  (2006-03-0066).


Lögð fram umsókn dagsett 2. mars 2007 frá Aðalheiði Óladóttur þar sem sótt er um einbýlishúsalóðina að Daltungu 3, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verið samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



5. Hafnarstræti 15 ? 17, Ísafirði.    (2006-09-0013).


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. f.h. Íslenska eignafélagsins ehf. og Skúla Gunnars  Sigfússonar, þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á þeim möguleika að reisa einnar hæðar verslunarhúsnæði á lóðinni Hafnarstræti 15 ? 17, Ísafirði.  En samkvæmt skipulagsskilmálum fyrir lóðina er gert ráð fyrir húsi með 1 ? 2,5 hæðir.


Umhverfisnefnd fellst ekki á einnar hæðar hús á þessum stað þar sem sú nýting lóðar er ekki í samræmi við markmið deiliskipulags.



6. Reglur varðandi skilti og auglýsingar á opinberum byggingum. (2007-03-0003).


Lagt fram bréf dagsett 27. febrúar sl., frá Jóni Björnssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa, þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar og stefnu varðandi sýnilegar auglýsingar á opinberum byggingum, innkeyrslum og svæðum. Jafnframt fylgir með ósk um auglýsingar á íþróttavallarsvæðinu á Torfnesi.


Umhverfisnefnd bendir á reglur sem samþykktar voru í bæjarstjórn 6. mars 1997, en telur að þær reglur þarfnist endurskoðunar. Umhverfisnefnd hafnar því að auglýsingar verði málaðar utan á opinberar byggingar.



7. Dýpkun smábátahafnar á Suðureyri.    (2007-02-0104)


Lagt fram bréf dagsett 22. febrúar 2007, frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra, þar sem hann óskar eftir leyfi til að losa uppgröft sem fellur til við dýpkun á smábátahöfninni á Suðureyri. Gert er ráð fyrir að efnismagn er til fellur verði á bilinu 3.500 - 4.000 m³. Meðfylgjandi bréfinu er teikning sem sýnir hvar dýpkun er ráðgerð.


Umhverfisnefnd samþykkir umrædda  landfyllingu í samráði við tæknideild eða í aðra notkun samkvæmt bréfi hafnarstjóra.



8. Jarðhitarannsóknir við Ísafjarðardjúp.   (2007-02-0071).


Lagt fram bréf dagsett 13. febrúar sl., frá  Sölva R. Sólbergssyni, framkvæmdastjóra orkusviðs Orkubús Vestfjarða hf., þar sem bent er á nýjar skýrslur yfir hitastigulsboranir síðasta sumars, bæði í Bolungarvík og í Álftafirði. Þessu til staðfestingar fylgja með skýrslur frá Hauki Jóhannessyni hjá Íslenskum orkurannsóknum, sem unnar voru fyrir Orkubú Vestfjarða hf. og Bolungarvíkurkaupstað annars vegar og Orkubú Vestfjarða hf. og Súðavíkurhrepp hinsvegar. Skýrslurnar heita Hitastigulsboranir í Bolungarvík vorið 2006 og Hitastigulsboranir í landi Svarfhóls í Álftafirði vestra. Bréf Orkubús Vestfjarða hf. var tekið fyrir í bæjarráði 19. febrúar sl. og vísað til umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar.


Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd þakkar OV fyrir skýrslurnar og hvetur  til frekari rannsókna.



9. Brunavarnaáætlun 2007.   (2007-02-0041)


Lögð fram brunavarnaáætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2007. Áætlunin var lögð fram á 514. fundi bæjarráðs, 12. febrúar sl. og vísaði bæjarráð áætluninni til umhverfisnefndar til umfjöllunar.


Lögð fram hér og tekin fyrir að nýju í umhverfisnefnd síðar.



10.  Ártunga 2, Ísafirði. ? Umsókn um íbúðarhúsalóð.  (2007-03-0033).


Lögð fram umsókn dagsett 6. mars 2007 frá Herði Harðarssyni, þar sem sótt eru um einbýlishúsalóðina að Ártungu 2, Ísafirði og til vara Ártungu 6, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin um Ártúngu 2, Ísafirði, verið samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.



11. Önnur mál.


Lóðarhafi að lóðinni Seljalandsvegi 86, Ísafirði, hefur óskað eftir stækkun lóðar. Úr 1.540 m² í 1.845 m².


Byggingarfulltrúa er falið að gera nýtt mæliblað og leggur fyrir næsta fund umhverfisnefndar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 9:20.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.   


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.     


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.     





Er hægt að bæta efnið á síðunni?