Skipulags- og mannvirkjanefnd - 242. fundur - 11. október 2006
Mættir: Kristján Kristjánsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Geir Sigurðsson, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.
Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
- 1. Hlíðarvegur 19, Ísafirði. – Fellinga trjáa. (2006-09-0100)
Lögð fram ósk Grétars S. Péturssonar, um heimild til að fella tré á lóðarmörkum Hlíðarvegar 19, Ísafirði. Tré sem um ræðir eru sex grenitré og ein ösp á lóðarmörkum Hlíðarvegar 17 og 19, Ísafirði og 3 grenitré við lóðamörk Hlíðarvegar 19 og 21, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
- 2. Hnotulundur 1, Ísafirði. (2006-07-0046)
Lagt fram bréf mótt. 6. október 2006 frá Sveini H. Þorbjörnssyni, þar sem hann afsalar sér lóðinni að Hnotulundi 1, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
3. Hnotulundur 4, Ísafirði. (2006-07-0048)
Lagt fram bréf mótt. 6. október 2006 frá Júlíusi Birni Árnasyni, þar sem hann afsalar sér lóðinni að Hnotulundi 4, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
4. Hnotulundur 4, Ísafirði.– Umsókn um lóð. (2006-07-0048)
Lögð fram umsókn dags. 6. október 2006, frá Sveini H. Þorbjörnssyni, þar sem sótt er um lóðina við Hnotulund 4, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.
5. Dagverðardalur, Ísafirði. – Umsókn um lóð. (2006-10-00)
Lögð fram umsókn dags. 9. október 2006 frá Hjálmari Guðmundssyni, Hafnarfirði, þar sem sótt er um lóð fyrir frístundarhús í Dagverðardal, Ísafirði.
Umhverfisnefnd frestar erindi Hjálmars Guðmundssonar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðið milli Skutulsfjarðarbrautar og grjótnámu í Dagverðardal og milli gamla þjóðvegarins upp á Breiðadalsheiði og Úlfsár, verði skipulagt með tilliti til breytilegrar landnotkunar.
6. Almenningsakstur á Ísafirði. (2006-09-0006)
Erindi tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 13. september sl. Bæjarstjórn tók fyrir erindið á fundi 21. september sl. og var því vísað til byggingarnefndar Grunnskóla Ísafjarðarbæjar og umhverfisnefndar til skoðunar.
Umhverfisnefnd telur að þessi lausn með að breyta akstursleið strætó mun öruggari fyrir börnin en sú sem leið sem farin er í dag.
7. Ísafjarðarflugvöllur. -Eldsneytisgeymar. (2006-10-0002)
Lagt fram bréf frá Eiríki Steinþórssyni, dags. 29. september 2006, f.h. Skeljungs hf. þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi vegna uppsetningar á eldsneytisgeymum fyrir flugvélaeldsneyti á Ísafjarðarflugvelli.
Erindi frá Guðbirni Charlessyni hjá Flugmálastjórn þar sem fram kemur að Flugmálastjórn hafi hvatt olíufélögin til að staðsetja eldsneytistanka á flugvöllum landsins. Eftir vandlega umhugsun um staðsetningu geymanna varð niðurstaðan sú sem sýnd er á yfirlitsmynd frá ARKÍS dags. 26.05.06. Flugmálastjórn er því fyrir sitt leiti sátt við þessa niðurstöðu.
Erindi frá Guðmundi Gunnarssyni, yfirverkfræðingi hjá Brunamálastofnun, þar sem teikningar frá ARKÍS hafa verði yfirfarnar og eru samþykktar með fyrirvörum um að tankar, afgreiðsludælur og annar búnaður skuli búinn viðeigandi árekstrarvörn og vera afgirtur. Einnig að allur búnaður sem tengist geymunum og notkun þeirra skuli gerður í samræmi við viðurkennda staðla á þessu sviði og vottaður af til þess bærum aðilum. Einnig bendir Brunamálastofnun á að fá umsögn Umhverfisstofnunar sbr. rgl. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með þeim fyrirvara, að Umhverfisstofnun samþykki framkvæmdina.
8. Jarðvegsframkvæmdir á skíðasvæði Ísfirðinga.
Lagt fram svar frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðstjóra umhverfissviðs, dags. 9 október s.l., vegna fyrirspurnar á 240. fundi umhverfisnefndar vegna jarðvegsframkvæmda á skíðasvæði Ísfirðinga.
Lagt fram til kynningar.
Einnig bendir umhverfisnefnd á að allar jarðvegsframkvæmdir hjá Ísafjarðarbæ, sem ráðist verði í í framtíðinni verði ekki framkvæmdar fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið veitt. Ennfremur óskar umhverfisnefnd eftir því að allar þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið og munu verða gerðar á skíðasvæðinu verði kynntar umhverfisnefnd.
9. Vegslóði í Leirufirði.
Lögð fram greinargerð frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðstjóra umhverfissviðs Ísafjarðar-bæjar, vegna framkvæmda við lagfæringu á vegslóða í Leirufirði, Jökulfjörðum.
Ljóst er á greinargerðinni að landeigandi hefur ekki farið eftir skilyrðum umhverfisnefndar um frágang.
10. Önnur mál.
Slökkviliðsstjóri lagði fram brunarvarnaráætlun Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til kynningar og verður hún á dagskrá umhverfisnefndar á næsta fundi nefndarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.
Kristján Kristjánsson, formaður.
Geir Sigurðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Magdalena Sigurðardóttir.
Björn Davíðsson.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.
Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.