Skipulags- og mannvirkjanefnd - 239. fundur - 13. september 2006
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Védís Geirsdóttir, Björn Davíðsson, Þorbjörn J Sveinsson slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
1. Tengibygging milli Sindragötu 5 og 7 (2006-06-0096)
Lögð fram deiliskipulagstillaga frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Einnig lagðar fram undirskriftir eiganda húseigna að Sindragötu 4 og 6 þar sem þeir gera ekki athugasemdir við skipulagið.
Með vísan til grenndarkynningar leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að byggingarreitur lóðanna verði sameinaður og heimilt að reisa einnar hæðar byggingu á milli húsanna.
2. Beiðni um hraðahindrun í Miðtúnsbrekku á Ísafirði. (2006-08-0045)
Lagt fram bréf frá bæjarráði þar sem vísað er til umhverfisnefndar erindi frá fjórtán íbúum við Miðtúnsbrekku á Ísafirði, með ósk um að hraðahindrun verði sett upp í Miðtúnsbrekku á Ísafirði.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2007. Þá leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að gerð verði úttekt í samstarfi við lögregluna um nauðsyn hraðahindranna á götum Ísafjarðarbæjar og hvernig þeim verði best háttað.
3. Selaból í Önundarfirði - byggingarleyfi (2006-05-0107)
Tekið fyrir að nýju erindi Peter Weiss þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á Selabóli í Önundarfirði. Einnig lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um hættumat frá Veðurstofunni vegna ofanflóða á þessu svæði.
4. Lóð á Flateyrarodda ? umsókn um lóð. (2006-09-0010)
Lögð fram umsókn dags. 29. ágúst 2006 frá Sigurði H. Garðarssyni þar sem sótt er um lóð á Flateyrarodda fyrir a.m.k. 6 gáma og hjall.
Umhverfisnefnd fellst ekki á að úthluta lóð á Flateyrarodda undir gáma og hafnar því erindinu en bendir umsækjanda á að hægt sé að úthluta lóð á þessu svæði undir varanlegt mannvirki.
5. Almenningsakstur á Ísafirði (2005-09-0006)
Lögð fram tillaga frá Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna þar sem lagt er til að almenningsakstur um Austurveg og Sundstræti verði hætt og þess í stað verði eingöngu um Pollgötu.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði gerð til prufu frá og með 1. október 2006 til 1. febrúar 2007.
6. Náma í Dagverðardal (2006-08-0018)
Lögð fram verklýsing af námuvinnslu í Dagverðardalsnámu unnin af tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að ganga frá verklýsingunni í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við KNH um námuna í Dagverðardal á Ísafirði.
7. Hækkun hámarkshraða á Skutulsfjarðarbraut (2006-09-0021)
Lagt fram bréf frá Birni Davíðssyni, ódagsett, þar sem hann er með tillögu til umhverfisnefndar um að hámarksökuhraði frá gatnamótum við flugvöll að inn- og útkeyrslu við íþróttahús á Torfnes verði 80 km/klst og þaðan að hringtorgi verði hámarksökuhraði 50 km/klst.
Umhverfisnefnd hafnar tillögu Björns Davíðssonar.
8. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar-júlí 2006.
Lagt fram til kynningar.
9. Önnur mál.
Umhverfisnefnd ákvað að hefja vinnu við stefnumótun í umhverfis- og skipulagsmálum.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Gísli Úlfarsson.
Védís Geirsdóttir.
Albertína Elíasdóttir.
Björn Davíðsson.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.
Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi