Skipulags- og mannvirkjanefnd - 235. fundur - 21. júní 2006

Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar umhverfisnefndar eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí 2006.


Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Albertína Elíasdóttir, Kristján Kristjánsson, Björn Davíðsson í stað Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, Jóna Símonía Bjarnadóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs og starfandi byggingarfulltrúi, sem ritaði fundargerð.



1. Kirkjuból 3, Ísafirði.  (2006-06-0056)


Lögð fram umsókn frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16. júní 2006, f.h. Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. á Ísafirði, þar sem sótt er um leyfi til að hækka vesturvegg húseignarinnar Kirkjúbóls 3, Ísafirði, um 3,9 m og breyta um leið þakhalla.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



2. Deiliskipulag fyrir skólasvæði við Austurveg og Aðalstræti 36 á Ísafirði.


(2005-06-0019)



Auglýsingaferli vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólasvæði við Austurveg og Aðalstræti 36 á Ísafirði er lokið.  Athugasemd barst frá Mörkinni lögmannsstofu ehf, f.h. Áslaugar Jensdóttur, Austurvegi 7, Ísafirði, dags. 7. júní 2006.  Þar er mótmælt þeirri breytingu sem var til kynningar á tímabilinu 27. apríl til 25. maí 2006.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt með vísan til greinargerðar bæjartæknifræðings.



3. Vatnsaflsvirkjun í Fremri Hnífsdal.  (2005-07-0043)


Tekið fyrir að nýju erindi frá Kristjáni S. Kristjánssyni, Bakkavegi 15, Hnífsdal, um leyfi til að nýta til virkjunar vatnsveitustíflu í Fremri Hnífsdal.  Gert er ráð fyrir að virkjunin verði 10 KW og verði staðsett í um 50 m fjarlægð frá sumarbústað í eigu Kristjáns.  Rafmagnið verður nýtt fyrir þann sumarbústað.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstórn að erindið verði samþykkt.



4. Aðveitustöð á Ísafirði.  (2006-06-0021)


Lögð fram fyrirspurn frá Orkubúi Vestfjarða hf. og Landsneti hf. dags. 2. júní s.l., um byggingu nýrrar aðveitustöðvar á Ísafirði, sem komi í stað aðveitustöðvarinnar í Stórurð.  Óskað er eftir að nýta lóð Orkubúsins við Mjósund.  Til vara er sótt um lóð með sambærilega kosti fyrir aðveitustöðina.  Þá er óskað eftir lagnaleið fyrir tvo 66 kV strengi frá núverandi aðveitustöð í Stórurð, að nýrri staðsetningu aðveitustöðvarinnar.


Umhverfisnefnd leggur til að formaður og bæjartæknifræðingur ræði við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.



5. Smiðjugata 5, Ísafirði, breyting á útliti húss.  (2006-03-0114)


Lögð fram umsókn frá Sigríði Ragnarsdóttur, Smiðjugötu 5, Ísafirði, dags. 22. mars 2006, þar sem sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð á suðurhlið hússins, til að auðvelda aðgengi að garðinum við húsið.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



6. Deiliskipulag í landi Traðar í Önundarfirði.  (2006-01-0102)


Auglýsingaferli vegna deiliskipulags í landi Traðar í Önundarfirði er lokið.  Engin athugasemd var gerð við deiliskipulagstillöguna og telst hún því samþykkt.


Lagt fram til kynningar.



7. Deiliskipulag lóðar við Sundstræti 45, Ísafirði.  (2005-03-0094)


Auglýsingaferli vegna breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar að Sundstræti 45, Ísafirði, er lokið.  Engin athugasemd var gerð við deiliskipulagstillöguna og telst hún því samþykkt.


Lagt fram til kynningar.



8. Tillaga að starfsleyfi, til kynningar.  (2006-06-0023)


Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dags. 1. júní 2006, vegna starfsleyfis til Hraðfrystihússins Gunnvarar h.f., fyrir allt að 2000 tonna eldi á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.


Lagt fram til kynningar.



9. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


? Leyfi til að rífa tengibyggingu við ,,nýja barnaskólann? og þann hluta af ,,gamla barnaskólanum? sem ekki er friðaður.


? Leyfi til að breyta skipulagi á 1. hæð Hafnarstrætis 14, Ísafirði.


? Silfurgata 7, Ísafirði, leyfi til að fjarlægja bílageymslu.


? Grenilundur 4, Ísafirði, lóðarhafi hyggst ekki nýta lóðina.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:00.


 


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.      


Kristján Kristjánsson.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.     


Jóhann Birkir Helgason,sviðstjóri umhverfissviðs.


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?