Skipulags- og mannvirkjanefnd - 234. fundur - 7. júní 2006

Mættir:  Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Sigurður Hreinsson, Jón S. Hjartarson, Jóhann B. Helgason sviðsstjóri umhverfissviðs og starfandi byggingarfulltrúi, sem ritaði fundargerð.



1. Húsatún, Látrum, Aðalvík ? umsókn um byggingarleyfi (2006-05-0004)


Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 29. maí 2006 varðandi umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar íbúðarhússins að Húsatúni að Látrum í Aðalvík.


Fram kemur í bréfinu að Umhverfisstofnun samþykkir umsóknina enda verði framkvæmdin í samræmi við innsent erindi.  Jafnframt kemur fram í bréfinu að ákvörðun Umhverfisstofnunar er í samræmi við álit Hornstrandanefndar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



2. Asparlundur 7, Ísafirði - umsókn um stækkun lóðar (2006-02-0044)


Lögð fram umsókn frá Haraldi Hákonarsyni, dags. 26 maí, þar sem hann sækir um stækkun lóðarinnar að Asparlundi 7, Ísafirði, skv. teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða, maí 2006.


Með vísan til grenndarkynningar leggur umhverfisnefnd til að lóðirnar að Asparlundi 7 og 8 á Ísafirði verði stækkar og byggingarreitur að sama skapi.



3. Asparlundur 8, Ísafirði - umsókn um stækkun lóðar (2006-03-0067)


Lögð fram umsókn frá Sigurði Óskarssyni, dags. 26 maí, þar sem hann sækir um stækkun lóðarinnar að Asparlundi 8, Ísafirði, skv. teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða, maí 2006.


Með vísan til grenndarkynningar leggur umhverfisnefnd til að lóðirnar að Asparlundi 7 og 8 á Ísafirði verði stækkar og byggingarreitur að sama skapi.



4. Lundahverfi á Ísafirði, endurskoðun á byggingarreitum.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að hefja vinnu við endurskoðun á byggingarreitum fyrir einbýlishúsalóðir í Tunguhverfi.



5. Dalbraut 11, Hnífsdal ? bygging bílskúrs (2006-02-0084)


Grenndarkynningu vegna bílskúrsbyggingar að Dalbraut 11 í Hnífsdal hefur farið fram og barst engin athugasemd við framkvæmdina, sbr. 5. lið 227. fund umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



6. Eikarlundur 1, Ísafirði - umsókn um byggingarleyfi (2006-04-0027)


Lögð fram umsókn frá Guðný Hönnu Harðardóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni að Eikarlundi 1, Ísafirði, skv. teikningum frá Teiknistofu arkitekta dags 19. maí 2006.


Með hliðsjón af 4. lið frestar umhverfisnefnd erindinu þar sem teikningar eru ekki í samræmi við byggingarskilmála lóðarinnar.



7. Eikarlundur 7, Ísafirði - umsókn um byggingarleyfi (2005-11-0080)


Lögð fram umsókn frá Hauki D. Jónassyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni að Eikarlundi 7, Ísafirði, skv. teikningum frá ABS teiknistofu dags 22. maí 2006.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



8. Deiliskipulag lóða við Birkilund og Furulund, Ísafirði.


Auglýsingaferli vegna breytinga á deiliskipulagi við Birkilund og Furulund á Ísafirði er lokið.  Ein athugasemd í tveimur liðum frá Magdalenu Sigurðardóttur var gerð við deiliskipulagstillöguna í skipulagsferlinu.


1. húsin við Birki- Furu- og H-lund verði á einni hæð


2. göturnar verði með sömu stefnu og Aspar-, Eikar- og Grenilundur, þannig liggja þessar lóðir betur við sól.


Með hliðsjón af, ef athugasemd Magdalenu næði fram að ganga lyki skipulagsferlinu ekki fyrr en í ágúst, leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að athugasemdum Magdalenu verði hafnað.  Þá leggur umhverfisnefnd til að H-lundur fái götuheitið Hnotulundur.



9. Land til skógræktar í Tungudal í Skutulsfirði.  (2005-06-0058).


Tekið fyrir að nýju erindi Skógræktarfélagi Ísafjarðar sem var á 211. fundi umhverfisnefndar þar sem óskað er eftir auknu landi til skógræktar.  Um er að ræða svæði sem liggur á milli Tunguár og þjóðvegar, frá Bólhólnum og fram á móts við Valhöll.  Búið er að afmarka svæðið á teikningu


Umhverfisnefnd bendir á að svæðið er í skipuferli og frestar því afgreiðslu.



10. Reiðhöll á Söndum í Dýrafirði. (2005-08-0019).


Tekið fyrir að nýju erindi frá Knapaskjóli ehf, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 820m2 reiðhöll á 6.600 m2 að Söndum í Dýrafirði, skv. teikningu frá Fjölhönnun, dags. 2. maí 2006.  Ísafjarðarbær óskaði meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.  Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að Ísafjarðarbær veiti leyfi fyrir byggingunni.


Umhverfisnefnd telur æskilegt gert verði ráð fyrir vatnsúðakerfi í skemmunni og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



11. Selaból í Önundarfirði ? umsókn um byggingarleyfi. (2006-05-0107).


Lögð fram fyrirspurn, dags 29. maí 2006, frá Peter Weiss þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á Selabóli í Önundarfirði, lóð 206466 ásamt afstöðumynd.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði heimilda Skipulagsstofnunnar til að veita byggingarleyfi með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.



12. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar til apríl 2006.


Lagt fram til kynningar.



13. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


? Endurbygging og stækkun sumarhúss að Hvammi, Dynjanda, Leirufirði


? Endurnýjun á byggingarleyfi v/viðbyggingar við ?Klofning?, Suðureyri.


Formaður þakkar nefndarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og óskar þeim velfarnaðar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:40.


Kristján Kristjánsson, formaður.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.    


Magdalena Sigurðardóttir.


Jón S. Hjartarson.      


Sigurður Hreinsson.


Jóhann B. Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.     


Kristján Finnbogason, slökkviliðsstjóri.







 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?