Skipulags- og mannvirkjanefnd - 230. fundur - 5. apríl 2006
Mættir: Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.
Magdalena Sigurðardóttir var fjarverandi og mætti Sigurður Hreinsson í hennar stað. Björgmundur Örn Guðmundsson var fjarverandi og mætti enginn í hans stað. Jón S. Hjartarson var fjarverandi og mætti engin í hans stað.
1. Aðalstræti 29, Þingeyri. (2004-03-0044)
Lögð fram umsókn, dagsett 29. mars 2006, frá Hönnu Ásvaldsdóttur og Þór Gunnarssyni, þar sem þau sækja um heimild til breytinga á húsinu að Aðalstræti 29, Þingeyri, skv. teikningu frá Verkfræðistofunni Hönnun, dags. 27. mars 2006. Um er að ræða að færa núverandi hús ofar í lóðina.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
2. Birkihlíð, Súgandafirði. (2005-10-0013).
Tekin fyrir að nýju umsókn Svavars Birkissonar frá 12. október 2005, þar sem hann sækir um byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á lóð úr jörðinni Birkihlíð í Súgandafirði, skv. teikningu frá Hönnunarþjónustunni Hugverki, dags. 15. mars 2006. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 30. mars 2006, frá umhverfisráðuneyti dags. 22. mars 2006, frá Veðurstofu Íslands, dags. 9. mars 2006 og Umhverfisstofnun, dags. 21. febrúar 2006, varðandi þetta mál. Enginn ofangreindra aðila gerir athugasemd við að byggingarleyfið verði veitt.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að koma ofangreindum bréfum á framfæri við húsbyggjanda.
3. Eikarlundur 8, Ísafirði. Umsókn um lóð. (2006-02-0070).
Lögð fram umsókn, dags., 30. mars 2006 frá G7 ehf, Ísafirði, þar sem sótt er um lóðina að Eikarlundi 8, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.
4. Aðalskipulag Ísafjaðrar 1989 - 2009.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009, unnin af Arkiteo ehf, dags. í apríl 2006, sem tekur til stækkunar á svæði sem er ætlað fyrir Grunnskólann á Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að breyttu aðalskipulagi verði auglýst.
5. Akstur á beltagröfu í Reykjarfjörð á Hornströndum. (2006-03-0035)
Lagt fram afrits bréfs, dags. 29. mars 2006, frá Umhverfisstofnun til sýslumannsins á Ísafirði, varðandi akstur á beltagröfu um Steingrímsfjarðarheiði og í Reykjarfjörð.
Lagt fram til kynningar.
6. Reglugerð um bráðamengun sjávar. (2006-03-0098).
Lagt fram bréf, dags 16. mars 2006, frá umhverfisráðuneytin ásamt drögum að breytingum á reglugerð nr. 465/1998 um bráðamengun sjávar. Óskað er umsagnar um drögin.
Umhverfisnefnd telur að þetta mál heyri undir hafnarstjórn.
7. Aðalskipulags Vesturbyggðar. (2006-03-0060)
Lagt fram bréf, dags. 9. mars 2006, frá Yngva Þór Loftssyni, f.h. Vesturbyggðar, þar sem kynnt er tillaga að aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð. Óskað er eftir ábendingu/athugasemdum Ísafjaðarbæjar við tillögunina.
Umhverfisnefnd bendir á að óeðlilegt sé á þessu stigi að setja fram möguleika að jarðgöngum án samráðs við Ísafjarðarbæ og samgönguyfirvöld. Líta þarf á málið í heild þ.m.t. framtíð núverandi vegar um Dynjandisheiði og Dynjandisvog.
8. Staðardagskrá Ísafjarðarbæjar.
Lagðar fram tillögur Staðardagskrárnefndar sem voru teknar fyrir á fundi bæjarráðs 27. mars sl. Bæjarráð vísaði tillögunum til allra nefnda Ísafjarðarbæjar til skoðunar.
Um er að ræða 50 tillögur, sumar hverjar dýrar í framkvæmd. Til samstarfs, ábyrgðar og hugsanlegrar fjármögnunar eru kölluð til ýmis félagssamtök, stofnanir og einkaaðilar auk sveitarfélagsins.
Umhverfisnefnd telur tillögurnar alls góðs maklegar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði hafðar að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni svo og við alla skipulagsvinnu.
9. Deiliskipulaga lóðarinnar að Sundstræti 45, Ísafirði.
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Sundstræti 45, Ísafirði. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að húsinu á lóðinni verði breytt og í því verði 13 íbúðir ásamt bílgeymslum og þjónustu á jarðhæð. Húsið verði hækkað um eina hæð og verði 4 hæðir (mænishæð verði 15 metrar).
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
10. Deiliskipulaga lóða við Birkilund og Furulund.
Lögð fram deiliskipulagstillaga af rað- og parhúsum við Birkilund og Furulund, Ísafirði, frá Teiknistofunni Eik, dags. 3. apríl 2006.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
11. Vatnsöflun úr Þverá í Botnsdal, Súgandafirði. (2006-03-0109).
Lagt fram bréf, dags. 15. mars 2006, frá Dalsorku ehf., þar sem óskað er heimildar til ca. 250m veglagningar, stíflugerðar og lagningu vatnslagna í jörð vegna vatnsöflunar fyrir virkjun Dalsorku ehf. í Súgandafirði. Um er að ræða vatnstöku úr Þverá í Botnsdal.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:30.
Kristján Kristjánsson, formaður.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Sigurður Hreinsson.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.
Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.
Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.