Skipulags- og mannvirkjanefnd - 225. fundur - 25. janúar 2006

Mættir: Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður, Jónas S. Birgisson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.Kristján Kristjánsson var fjarverandi og mætti Jónas S. Birgisson í hans stað.

Dagskrá:


1. Aðalskipulagsbreyting Sundstræti 45, Ísafirði. (2005-10-0058).



Auglýsingaferli vegna breytingar á aðalskipulagi lóðarinnar að Sundstræti 45, Ísafirði, er lokið. Engin athugasemd var gerð á breytingartillöguna.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.



2. Grenilundur 8, Ísafirði, umsókn um lóð. (2006-01-0044).



Lögð fram umsókn, móttekin 11. janúar 2006, frá Halldóri Jóni Magnússyni, þar sem hann sækir um lóðina að Grenilundi 8 á Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt. Lóðarúthlutunin falli úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.




3. Umferðaröryggisáætlun til ársins 2012. (2006-01-0066).



Lagt fram bréf frá Umferðarstofu þar sem óskað er upplýsinga um aðgerðir Ísafjarðarbæjar á síðasta ári til aukins umferðaöryggis vegfarenda.


Umhverfisnefnd bendir á, að á síðasta ári var lokið við að leggja göngustíg inn að Holtahverfi, gatnamót Aðalstrætis og Mjósunds voru lagfærð, gatnamót Tungubrautar við Djúpveg voru lagfærð, framkvæmdir hafnar við gatnamót Fjarðarstrætis og Sólgötu.



4. Afgreiðsla bæjarstjórnar á tillögu frá 224. fundi umhverfisnefndar.



Á 194. fundi bæjarstjórnar 19. janúar s.l var samþykkt að vísa tillögu umhverfisnefndar í 9. lið 224. fundargerðar nefndarinnar aftur til umhverfisnefndar þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um kostnað varðandi framkvæmdir.


Lögð fram greinargerð Magdalenu Sigurðardóttur um efnistöku í Ísafjarðarbæ.


Tæknideild falið að kanna kostnað við frágang á námum í eigu Ísafjarðarbæjar.



5. Sjávarþorpið Suðureyri. (2005-12-0008).



Tekið fyrir að nýju erindi frá Sjávarpþorpinu Suðureyri ehf., varðandi hugmyndir um að útbúa lóðir fyrir 4 smáhýsi, hvert um sig ca. 80 fermetra að stærð, á svæði milli Sætúns og þjóðvegar. Lagt fram bréf, dags. 24. janúar 2006, frá Elíasi Guðmundssyni varðandi málið.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndina, en bendir umsækjanda á að hann þarf að útbúa deiliskipulag fyrir svæðið og leggja fyrir umhverfisnefnd.



6. Tjaldstæði við bensínstöðina á Suðureyri.



Lagt fram uppkast að mæliblaði fyrir bensínstöðina á Suðureyri, dags. 24. janúar 2006, sem gerir ráð fyrir að svæði norðan við bensínstöðina verði nýtt sem tjaldsvæði fyrir húsbíla og tjaldvagna.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að mæliblaðið verði samþykkt.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:15.


Björgmundur Örn Guðmundsson, varaformaður.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Magdalena Sigurðardóttir.


Jón S. Hjartarson. Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jónas S. Birgisson. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.


Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?