Skipulags- og mannvirkjanefnd - 224. fundur - 11. janúar 2006

Mættir: Kristján Kristjánsson, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Jón S. Hjartarson, Sigurður Hreinsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:


1. Tangagata 26, Ísafirði. (2005-07-0018).



Lagður fram úrskurður ÚSB í kærumáli vegna bílskúrsbyggingar að Tangagötu 26 á Ísafirði. Fram kemur í úrskurðinum að framkvæmdir við bygginguna skuli stöðvaðar, þar sem byggingarleyfi var ekki í samræmi við deiliskipulag, þar sem auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins, sem gerir ráð fyrir bílskúrnum, hafi ekki verið birt í Stjórnartíðindum þegar umsókn um byggingu bílskúrsins var samþykkt.


Með vísan til úrskurðar ÚSB er lagt til við bæjarstjórn að samþykkt bæjarstjórnar frá 3. nóvember 2005, um veitingu byggingarleyfis fyrir bílskúrbyggingu að Tangagötu 26 á Ísafirði, verði felld úr gildi, sbr. 2. tl. 26. gr. stjórnsýslulaga.



2. Drafnargata 2, Flateyri. - Bygging bílskúrs og sólskála. (2005-11-0023).



Tekin fyrir að nýju umsókn um heimild til að byggja sólskála og bílskúr að Drafnargötu 2 á Flateyri. Erindið var áður á dagskrá 221. fundi umhverfisnefndar. Á þeim fundi var samþykkt að setja erindið í grenndarkynningu og lauk henni 21. desember sl.


Eitt svar barst við grenndarkynningunni, frá Gunnlaugi Finnssyni, dags. 21. desember s.l., eiganda að Hrannargötu 3 á Flateyri. Í bréfi Gunnlaugs eru ekki gerðar athugasemdir við byggingu bílskúrsins eða sólskálans, en athugasemd er gerð við tengingu fyrirhugaðs bílskúrs að Drafnargötu 2 við bílskúr sem stendur á lóðinni að Hrannargötu 3 og er í eigu eiganda að Drafnargötu 2.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið, sem geri ráð fyrir bílskúr og sólskál á lóðinni að Drafnargötu 2, Flateyri, skv. teikningu frá Tækniþjónustu Vestufjarða, verði samþykkt.




3. Sútarabúðir, Grunnavík. - Endurbygging útihúsa. (2005-02-0044).



Tekin fyrir að nýju umsókn um heimild til að endurbyggja sem gistiskála gömul útihús að Sútarabúðum í Grunnavík. Erindið var áður á dagskrá 203. fundi umhverfisnefndar og var á þeim fundi óskað umsagnar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Dráttur hefur orðið á eftirfylgni á þessu erindi þar sem bið varð á, að umbeðin gögn bærust byggingarfulltrúa.


Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 16. nóvember 2005, þar sem fram kemur að stofnunin gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis enda verði framkvæmdin kynnt nágrönnum.


Lagt fram bréf, dags. 8. nóvember 2005, frá Umhverfisstofnun þar sem fram kemur að stofnunin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við framkvæmdina að því tilskildu að jarðraski verði haldi í lágmarki og að við flutning aðfanga á svæðið verði þess gætt að valda ekki spjöllum á landi.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingu útihúsa að Sútarabúðum í Grunnavík verði samþykkt.




4. Tangagata 26, Ísafirði. (2005-07-0018).



Tekin fyrir umsókn Þórðar Eysteinssonar þar sem hann sækir um heimild til að byggja 35m2 bílskúr á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði, í samræmi við deiliskipulag um lóðina, sem gekk í gildi með auglýsingu í Stjórnartíðindum 5. janúar 2006.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



5. Lóðir við áningastaði fyrir ferðamenn á Suðureyri. (2005-12-0008)



Lagt fram bréf, dags. 6. janúar 2006, frá Sjávarþorpinu Suðureyri ehf., þar sem varpað er fram hugmynd um að útbúnar verði 4 litlar byggingalóðir milli Sætúns og þjóðvegar 65, skv. meðfylgjandi yfirlitsmynd frá Teiknistofunni Eik. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til þessarar hugmyndar.


Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu, en felur byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga.



6. Olíubirgðastöð við Suðurgötu, Ísafirði. (2002-08-0027)



Á fundi bæjarstjórnar 5. janúar 2006, var samþykkt að vísa meðfylgjandi tillögu bæjarráðs, dags. 2. janúar 2006, um staðsetningu á olíubirgðastöð við Suðurgötu á Ísafirði, til umhverfisnefndar og hafnarnefndar til umsagnar. Jafnframt var samþykkt meðfylgjandi tillaga S-lista um úttekt á olíubirgðastöð við enda Sundabakka á Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að myndaður verður stýrihópur, sem samanstandi af formanni umhverfisnefndar, formanni hafnarstjórnar, hafnarstjóra og bæjartæknifræðingi, til að vinna úr þeim tillögum sem fram komu á fundi bæjarstjórnar 5. janúar s.l.



7. Árskýrsla Slökkviliðsins á Ísafirði 2005.



Lögð fram árskýrsla Slökkviliðsins á Ísafirði fyrir árið 2005.


Umhverfisnefnd þakkar slökkviliðsstjóra skýrsluna.



8. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra.



Lögð fram mánaðarskýrsla fjármálastjóra fyrir tímabilið janúar til og með nóvember 2005.



9. Tillaga frá Magdalenu Sigurðardóttur varðandi jarðefnisnámur til mannvirkjagerðar í Ísafjarðarbæ.



Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Magdalenu Sigurðardóttur varðandi jarðefnisnámur til mannvirkjagerðar í Ísafjarðarbæ.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn


1. Að gerð verði úttekt á núverandi jarðefnisnámum og skipulagi á nýtingu þeirra og fyrirhugaðan frágang.


2. Að gengið verði frá þeim námusvæðum þar sem efnistöku er lokið.


3. Að jafnframt verði gerð rannsókn á mögulegum svæðum til vinnslu á lausum jarðefnum og grjótnámi til mannvirkjagerðar í Ísafjarðarbæ.


Umhverfisnefnd frestar að taka afstöðu til 1. og 3. liðar í tillögu Magdalenu til næsta fundar en fellst á 2. lið.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:10.


Kristján Kristjánsson, formaður.


Jóna Simonía Bjarnadóttir. Magdalena Sigurðardóttir.


Jón S. Hjartarson. Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Sigurður Hreinsson. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.


Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?