Skipulags- og mannvirkjanefnd - 222. fundur - 16. nóvember 2005
1. Rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði. (2004-08-0044).
Lagt fram s.k. rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði, sem hefur verið til umfjöllunar í stýrihóp um skipulag hafnasvæðisins.
Tæknideild falið að útfæra skipulagið í samræmi við umræður á fundinum.
2. Deiliskipulag fyrir botni Tungudals í Skutulsfirði. (2005-10-0068).
Tekin fyrir tillaga að skipulagi útivistarsvæða í Tungudal, Skutulsfirði, dags. 30.ágúst 2005, frá Teiknistofunni Eik. Lagt fram bréf O.V. dags. 3. nóvember 2005, en í því er komið inn á frágang og gerð göngustíga í tengslum við framkvæmdir Orkubúsins í Tungudal.
Magdalena Sigurðardóttir leggur til við bæjarstjórn að hugsaður göngustígur, sem liggur meðfram aðrennslispípu að virkjun Orkubús Vestfjarða í Tungudal, verði ekki inni á deiliskipulaginu, þar sem hann er ekki í neinum tengslum við fyrirhugaða göngustígagerð í Tungudal.
Tæknideild falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við hönnuð og leggur til við bæjarstjórn að tillagan svo breitt verði auglýst.
3. Sundstræti 45, Ísafirði, fyrirspurn um hækkun húss. (2005-10-0058).
Lagt fram bréf, dags. 8. nóvember 2005, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, þar sem spurst er fyrir um hvort heimilt verði að byggja ofan á húsið að Sundstræti 45, Ísafirði, þannig að það verði 6 hæðir.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4. Fjárhagsáætlun 2006. (2005-04-0035).
Farið yfir fjárhagsáætlun umhverfissviðs fyrir árið 2006.
5. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra. (2005-06-0027).
Lögð fram mánaðarskýrsla fjármálastjóra fyrir tímabilið janúar til og með september 2005.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:00.
Kristján Kristjánsson, formaður.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Magdalena Sigurðardóttir.
Jón S. Hjartarson. Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur. Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.