Skipulags- og mannvirkjanefnd - 222. fundur - 16. nóvember 2005

Mættir: Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.Björgmundur Örn Guðmundsson var fjarverandi og enginn í hans stað.

1. Rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði. (2004-08-0044).



Lagt fram s.k. rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði, sem hefur verið til umfjöllunar í stýrihóp um skipulag hafnasvæðisins.


Tæknideild falið að útfæra skipulagið í samræmi við umræður á fundinum.



2. Deiliskipulag fyrir botni Tungudals í Skutulsfirði. (2005-10-0068).



Tekin fyrir tillaga að skipulagi útivistarsvæða í Tungudal, Skutulsfirði, dags. 30.ágúst 2005, frá Teiknistofunni Eik. Lagt fram bréf O.V. dags. 3. nóvember 2005, en í því er komið inn á frágang og gerð göngustíga í tengslum við framkvæmdir Orkubúsins í Tungudal.


Magdalena Sigurðardóttir leggur til við bæjarstjórn að hugsaður göngustígur, sem liggur meðfram aðrennslispípu að virkjun Orkubús Vestfjarða í Tungudal, verði ekki inni á deiliskipulaginu, þar sem hann er ekki í neinum tengslum við fyrirhugaða göngustígagerð í Tungudal.


Tæknideild falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við hönnuð og leggur til við bæjarstjórn að tillagan svo breitt verði auglýst.



3. Sundstræti 45, Ísafirði, fyrirspurn um hækkun húss. (2005-10-0058).



Lagt fram bréf, dags. 8. nóvember 2005, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, þar sem spurst er fyrir um hvort heimilt verði að byggja ofan á húsið að Sundstræti 45, Ísafirði, þannig að það verði 6 hæðir.


Afgreiðslu frestað til næsta fundar.



4. Fjárhagsáætlun 2006. (2005-04-0035).



Farið yfir fjárhagsáætlun umhverfissviðs fyrir árið 2006.



5. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra. (2005-06-0027).



Lögð fram mánaðarskýrsla fjármálastjóra fyrir tímabilið janúar til og með september 2005.



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:00.


Kristján Kristjánsson, formaður.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Magdalena Sigurðardóttir.


Jón S. Hjartarson. Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur. Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?