Öldungaráð - 2. fundur - 14. september 2016
Dagskrá:
1. |
Húsnæðismál eldri borgara. - 2016090034 |
|
Björn Helgason, formaður öldungaráðs Ísafjarðarbæjar hóf umræðu um húsnæðismál eldri borgara. |
||
Öldungaráð telur vera markað fyrir hentugt húsnæði fyrir eldri borgara í bæjarfélaginu. Öldungaráð samþykkir að sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og fulltrúum frá Vestfirskum verktökum verði boðið til næsta fundar ráðsins til að ræða möguleika í húsnæðismálum eldri borgara. |
||
|
||
2. |
Heilsuefling. - 2016090035 |
|
Formaður opnar umræðu um heilsueflingu í formi hreyfingar, tómstunda og virkni. Hann kallar eftir hugmyndum frá ráðinu varðandi heilsueflingu eldri borgara. |
||
Formaður segir frá því að eldri borgarar hafi komið ábendingum til hans um það að víða séu gangstéttar orðnar lélegar og beinlínis varasamar fyrir eldra fólk. Guðmundur Hagalínsson bendir á að yfir vetrartímann sé aðgengi á gangstéttum á Flateyri ábótavant. Umræður um að sú staða sé einnig í öðrum byggðakjörnum. Frekari umræður um snjómokstur og hálkuvarnir í Ísafjarðarbæ og telur ráðið brýnt að snjómokstri á gangstéttum og götum verði komið í betra horf. Jafnframt urðu umræður um mokstur frá gangstéttum að íbúðarhúsnæði, sem reynist mörgum erfitt og ýmsar hugleiðingar um úrlausnir. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05
Björn Helgason |
|
Grétar Þórðarson |
Guðný Sigríður Þórðardóttir |
|
Halla Sigurðardóttir |
Guðmundur Hagalínsson |
|
Magnús Reynir Guðmundsson |
Margrét Geirsdóttir |
|
|