Nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 7. fundur - 28. september 2010
Mættar voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Anna Valgerður Einarsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Auður Finnbogadóttir.
Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Vinnufundur
Starfshópurinn hélt áfram vinnu sinni við undirbúning að yfirfærslu málefna fatlaðra til Ísafjarðarbæjar.
Elín Jónsdóttir, trúnaðarmaður SFR, kom á fundinn og ræddi um viðhorf starfsmanna SVest til yfirfærslunnar og áhyggjur þeirra af launa- og réttindamálum með vísan til kjarasamnings. Elín lýsti vilja flestra starfsmanna til þess að halda áfram að vera í SFR, fólk hafi áhyggjur af því að þrátt fyrir að laun lækki ekki þá muni þau standa í stað þar til starfsfólk sveitarfélaganna, í sambærilegum störfum, hækki til jafns við laun félaga í SFR. Hún segir fólk vera hrætt við að missa réttindi.
Karitas Pálsdóttir frá Verk-Vest og Gylfi Guðmundsson og Ólöf H. Gísladóttir frá Fos-Vest komu á fundinn og ræddu undirbúning félaganna að yfirfærslunni. Fyrirhugað er að senda út kynningarbæklinga og halda fundi til þess að kynna þjónustu verkalýðsfélaganna á svæðinu.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, kom á fundinn og rætt var um undirbúning yfirfærslunnar hvað varðar kynningar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, ásamt því að koma upp tengli á heimasíðunni yfir á heimasíðu SVest. Jafnframt verði tenglar á heimasíður ráðuneyta félags-, heilbrigðis- og fjármála settir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:55.
Anna Valgerður Einarsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Harpa Stefánsdóttir.
Sóley Guðmundsdóttir.
Auður Finnbogadóttir.