Nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 5. fundur - 16. september 2010
Mættar voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Anna Valgerður Einarsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Auður Finnbogadóttir.
Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Vinnufundur.
Starfshópurinn hélt áfram vinnu sinni við undirbúning að yfirfærslu málefna fatlaðra til Ísafjarðarbæjar. Lagðar fram niðurstöður vinnuhópanna sex sem skipaðir voru á síðasta fundi starfshópsins. Starfshópurinn vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í vinnunni fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Starfshópurinn telur mikinn auð liggja í starfsfólkinu, sem starfar við málaflokkana, sem og notendum og aðstandendum þeirra sem þjónustuna nýta.
Auður Finnbogadóttir.