Nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 3. fundur - 9. ágúst 2010

Mætt voru:  Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Sóley Guðmundsdóttir, Harpa Stefánsdóttir og Margrét Geirsdóttir.  Auður Finnbogadóttir boðaði forföll sem og Anna Valgerður Einarsdóttir.  Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.     


 


Þetta var gert:



1. Vinnufundur


Starfshópurinn hélt áfram vinnu sinni við undirbúning að yfirfærslu málefna fatlaðra til Ísafjarðarbæjar.  Jón Halldór Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, kom til fundar við starfshópinn til þess að ræða yfirfærsluna m.a. með tilliti til verulega aukins fjölda starfsmanna í sveitarfélaginu eftir yfirfærsluna sem og aukinnar bókhaldsvinnu.



2. Önnur mál


Næsti fundur starfshópsins verður haldinn fimmtudaginn 1. september 2010 kl. 09:00 - 12:00.  Fundurinn verður haldinn á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.





Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.   12:00





Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður


Sóley Guðmundsdóttir          


Harpa Stefánsdóttir


Margrét Geirsdóttir




 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?