Nefnd um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga - 2. fundur - 6. ágúst 2010
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Sóley Guðmundsdóttir, Auður Finnbogadóttir, Harpa Stefánsdóttir og Margrét Geirsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Erindisbréf starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra
Lagt fram erindisbréf starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Starfshópurinn samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti.
2. Vinnufundur
Starfshópurinn bar saman starfslýsingar og skipurit Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Svæðisskrifstofu. Endurskoðun á skipulagi starfssviða fór fram sem og greining verkefna og möguleg skipting á milli sviða.
3. Önnur mál
A. Næsti fundur starfshópsins verður haldinn mánudaginn 9. ágúst 2010 kl. 09:00.
B. Sóley Guðmundsdóttir ræddi áhyggjur fólks af yfirfærslunni og ótta þess um að þjónusta versni. Auður Finnbogadóttir lýsti sömu áhyggjum fyrir hönd notenda þjónustunnar.
C. Sóley Guðmundsdóttir óskar eftir upplýsingum um hvernig skjalavörslu verði háttað eftir yfirfærsluna.
D. Starfshópurinn leggur til að launafulltrúar sveitarfélagsins og skrifstofustjóri Svæðisskrifstofunnar fundi um yfirfærslu á upplýsingum í launakerfi sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:15
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður
Sóley Guðmundsdóttir
Auður Finnbogadóttir
Margrét Geirsdóttir