Nefnd um sorpmál - 9. fundur - 13. janúar 2011
Mætt eru: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henry Bæringsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.
1. Innleiðing nýs sorphirðukerfis.
Til fundarins undir þessum lið er mættur Einar Pétursson, fulltrúi Kubbs ehf., til að kynna áætlun um innleiðingu á nýju sorphirðukerfi. Kubbur ehf. gerir ráð fyrir að nýtt sorphirðukerfi hefjist 1. mars nk. og gjaldtaka á gámasvæðum hefjist 1. febrúar nk. Þá er gert ráð fyrir að kynning fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar verði eftir miðjan febrúar nk. Kynningin verður í formi bæklings og íbúafunda.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
2. Mengun frá Sorpbrennslunni Funa.
Lögð fram gögn frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem farið er yfir málefni Funa frá árinu 2008-2010 eins og óskað var eftir á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.17:50.
Henry Bæringsson.
Marzellíus Sveingjörnsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.