Nefnd um sorpmál - 7. fundur - 6. desember 2010
Mætt eru: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður og Henry Bæringsson aðalmenn, ásamt varamönnum nefndarinnar þeim Róbert Hafsteinssyni, Geir Sigurðssyni og Kristjáni A. Guðjónssyni. Marzellíus Sveinbjörnsson boðaði forföll.
Kristín Hálfdánsdóttir byrjaði fundinn á að tilkynna, að hún ætlaði sér hvorki að taka þátt í umræðum né atkvæðagreiðslu ef til þess kæmi, vegna hugsanlegs vænhæfis síns.
1. Bréf Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. - Útboð á sorphirðu og sorpförgun
í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram bréf ásamt greinargerð frá Gísla Gunnlaugssyni fh. Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., varðandi tilboð í sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.
Daníel Jakobsson bæjarstjóri mætti á fundinn og bar saman rekstur sorpbrennslunnar Funa við tilboðin.
Henry Bæringsson lagði til að nefndin færi þess á leit við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við Kubb ehf., Ísafirði, um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli tilboðs hans til þriggja ára.
Tillagan var samþykkt af Geir Sigurðssyni, Róbert Hafsteinssyni og Henry Bæringssyni, aðrir nefndarmenn tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.17:10.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Henry Bæringsson.
Róbert Hafsteinsson.
Geir Sigurðsson.
Kristján A. Guðjónsson.
Daníel Jakobsson.