Nefnd um sorpmál - 5. fundur - 16. nóvember 2010


Kristín Hálfdánsdóttir kallaði nefndina saman.



Mættir: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henrý Bæringsson,  og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.



Fundargerð ritaði Kristín Hálfdánsdóttir.



 



Jóhann Birkir vék af fundi kl. 17:00.



 



1. Framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. 2009-01-0082.



Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 8. nóvember 2010.  Þar kemur fram að samþykkt var á fundi stjórnar 30. ágúst s.l., að sambandið myndi hafa forgöngu um aukið samstarf sveitarfélaga á sviði úrgangsmála, áætlað er að verkefnið standi yfir næstu þrjú árin frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013.



Nefnd um sorpmál  leggur til við bæjarstjórn,  að erindið verði samþykkt og að gert verði ráð fyrir í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011 kr.72.116.- , sem er framlag Ísafjarðarbæjar í verkefninu.



 



2. Mat á tilboðum sem bárust í útboði á sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ. 2010-07-0037.



Lagt fram bréf frá  Gámaþjónustu Vestfjarða  ehf., dagsett 14. nóvember 2010, um mat á tilboðum sem bárust í útboði á sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.



Bréfið lagt fram til kynningar.



Nefndin harmar að Gámaþjónusta Vestfjarða ehf.,  telji sig eiga erfið samskipti við starfsmenn Ísafjarðarbæjar og telur að farsælt samstarf og trúnaður sé grundvallaratriði í allri samvinnu.



Nefndin mun leggja mat á innsend tilboð ásamt óháðum aðila. Við þá vinnu mun hún nýta starfskrafa þeirra starfsmanna  Ísafjarðarbæjar sem hún telur þurfa. Endanleg ákvörðun er síðan hjá bæjarstjórn.



 



3.  Útboð á sorpförgun og sorphirðu í Ísafjarðarbæ. 2010-07-0037.



Vinna skipulögð og undirbúin við úrvinnslu tilboða, sem bárust í sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.



 




Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.



 



 



Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.



Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                    



Henrý Bæringsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?