Nefnd um sorpmál - 3. fundur - 13. október 2010
Mættir: Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henrý Bæringsson, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Hlutverk nefndarinnar.
Rætt um hlutverk nefndarinnar. Sviðstjóri fór yfir stöðu mála í Funa og urðunarstaðnum við Klofning. Starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn er fallið úr gildi.
2. Kynning á heimsókn nefndarinnar suður á land.
Formaður og varaformaður lögðu fram greinargerð dags. 1. október er varðar heimsókn þeirra daganna 28. og 29. september í fyrirtæki á suðvestuhorni landsins og á vesturlandi. Fram kemur í greinargerðinni að sveitarfélög eru almennt að huga að frekari flokkun sorps.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Marzellíus Sveinbjörnsson
Henrý Bæringsson
Jóhann Birkir Helgason.
sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs
Daníel Jakobsson
bæjarstjóri