Nefnd um sorpmál - 28. fundur - 17. desember 2013

1. Tæming á endurvinnslutunnu. 2011-03-0081

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Kubb ehf. dags 2. desember 2013 er varðar fækkun á tæmingu endurvinnsluefna.  Lagt er til í póstinum að farið verði í 28 daga kerfi til prufu til vors.

Nefndin hafnar erindinu.

 

2. Gjaldskrá sorps. 2013-06-0033.

Lögð fyrir gjaldskrá sorps fyrir árið 2014.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Kynning á flokkun endurvinnsluefna. 2011-03-0081.

Búið er að dreifa hólfi í endurvinnslutunnur í Ísafjarðarbæ.  Gert er ráð fyrir að allur pappi og blöð fari í tunnuna.  Plast og plastumbúðir ásamt rafhlöðum og málmum fara í lausa hólfið.  Með þessari breytingu er ekki þörf á að setja fernur o.þ.h. í plastpoka.  Æslilegt er að laust plast verði sett í plastpoka svo það fjúki ekki þegar endurvinnsluefnin eru sótt.

Nefndin leggur áherslu á að kynning fari fram í þessari viku á heimasíðum og facebook síðum, leggja skal sérstaka áherslu á að jólapappír eigi að fara í endurvinnslutunnu.

 

4. Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis  215. mál úrgangsfrumvarp.

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er varðar umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál.

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

5. Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis  102. mál um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun.

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun, 102. mál.

Nefndin er sammála því að slík könnun verði gerð á Íslandi.

 

6. Umhverfisverkefni – framkvæmdaáætlun.

Lögð fram framkvæmdaáætlun er varðar umhverfisverkefni fyrir árið 2014, unnin af umhverfisfulltrúa.

Nefndin ræddi um framkvæmdaáætlunina, hún vill að þessu sinni leggja sérstaka áherslu á svæðið milli Hauganess að Vallartúni, Ísafirði og hafnarsvæðin í Ísafjarðarbæ. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:10

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður. 

Henry Bæringsson.                                                                               

Geir Sigurðsson.                                                                                                                                              

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.                                                                      

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?