Nefnd um sorpmál - 27. fundur - 2. október 2013
1. Gjaldskrá sorps. 2013-06-0033.
Lögð fyrir drög að gjaldskrá. Gert er ráð fyrir að sorpgjöld á hvert heimili lækki um 10% og verði kr. 35.400,-, kr., 24.000,- á hvert heimili í dreifbýli og kr. 12.000,- fyrir sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.
2. Vettvangsferð um Ísafjörð og Hnífsdal. 2013-06-0102.
Nefndin fór í vettvangsferð um Ísafjörð og Hnífsdal 25. september sl.. Gert er ráð fyrir að fara til Flateyrar, Suðureyrar og Þingeyrar á næstu dögum.
Lagður fram listi yfir þau atriði sem betur mætti fara.
Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála með númerslausa bíla í sveitarfélaginu og samstarf við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða um málið.
Nefndin þakkar umhverfisfulltrúa fyrir upplýsingarnar og telur aðgerða þörf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.16:50
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Kristján Andri Guðjónsson,
Geir Sigurðsson
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi