Nefnd um sorpmál - 26. fundur - 30. ágúst 2013

1. Tæming á endurvinnslutunnu. 2011-03-0081.

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Kubb ehf. dags. 9. júlí 2013 er varðar fækkun á tæmingu endurvinnsluefna. 

1.  Breyta úr 26 losunum á ári í 13 losanir.

2.  Setja 70 lítra hólf undir plast og járn í tunnu.

Það er reynsla af því víða um land að hæfilegt sé að losa 13 sinnum á ári.  Meðal þyngd í tunnu er þá 8 kg pr. heimili.  Stórum heimilum verður boðið upp á aukaílát eða stærra ílát ef með þarf.  Mun verktaki leggja til aukaílát Ísafjarðarbæ að kostnaðarlausu..

Nefndin hafnar lið nr. 1, en samþykkir lið nr.2,  telur sjálfsagt að leyfa verktaka að setja 70 lítra hólf undir plast og járn í endurvinnslutunnur í Ísafjarðarbæ. 

 

2. Hreinsunarátak og Græn vika í Ísafjarðarbæ. 2013-06-0102.

Tekið fyrir erindi formanns er varðar viðurkenningar fyrir garða, götur, fyrirtæki o.þ.h.  Jafnframt opin svæði í Ísafjarðarbæ.

Nefndin felur sviðstjóra að setja  á heimasíðu Ísafjarðarbæjar tillynningu þar sem óskað er eftir tilnefningum fyrir  snyrtilegasta fyrirtækið, snyrtilegustu götuna, snyrtilegasta íbúðarhúsnæðið og snyrtilegasta býlið í Ísafjarðarbæ.  Tilkynningum skal skilað inn fyrir 15. september 2013.

Nefndin hvetur fólk og fyrirtæki til að huga að sínu nærumhverfi með góða umgengni í huga.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.13:05

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                                   

Geir Sigurðsson                                                                                                                                               

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?