Nefnd um sorpmál - 25. fundur - 26. júní 2013

1. Bréf frá Kubb ehf um leiðréttingu á nýjum sorpsamningi. 2011-01-0069.

Tekið fyrir bréf Kubbs ehf. dags. 31.05.2013 er varðar leiðréttingu á nýjum sorpsamningi.

Nefndin telur að ekki liggi fyrir nægjanleg  rök fyrir endurupptöku á sorpsamningi.

 

2. Sorpmagn frá janúar til og með maí 2013. 2011-03-0081.

Lagt fram yfirlit yfir sorpmagn frá janúar til og með maí 2013.  Heildarmagn sorps er um 280,5 tonn, þar af er almennt heimilissorp 230 tonn og endurvinnsluefni frá heimilum 45 tonn.  Endurvinnsluhlutfall heimila er 16 % 

Lagt fram til kynningar.

 

3. Önnur mál

2013-06-0102. Sorpnefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að umhverfisnefnd feli nefndinni tímabundið verkefni sem lýtur að umhverfismálum í bæjarfélaginu.   Það felst í að í samráði við bæjarstjóra,umhverfisfulltrúa og sviðstjóra umhverfissviðs verði hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ allt árið, hápunktur átaksins verði Græna vikan haldin í lok maí ár hvert.  Að skipulagi Grænu vikunnar komi auk nefndarinnar fulltrúar allra skóla og stofnana í bæjarfélaginu og hverfisráð.  Einnig verði í samráði við fyrirtæki og íbúa skipulagðir sérstakir hreinsunardagar þar sem gert er ráð fyrir að laust rusl og garðaúrgangur verði fjarlægður á kostnað bæjarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:30

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                                   

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.      

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?