Nefnd um sorpmál - 24. fundur - 6. mars 2013
1. Erindisbréf umhverfisnefndar 2012-11-0030.
Á fundi bæjarráðs 19.nóv. sl. var lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. nóvember sl., þar sem hann leggur til við bæjarráð að erindisbréf nefnda Ísafjarðarbæjar verði tekin til endurskoðunar og þeirri vinnu vísað til viðkomandi nefnda, er síðan skili hugsanlegum tillögum um breytingar til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindisbréfum umhverfisnefndar, til endurskoðunar í nefndinni.
Lögð fram drög að erindsbréfi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
2. Sorpmagn í janúar 2013
Lagt fram yfirlit yfir sorpmagn í janúar 2013. Heildarmagn sorps í janúar er um 69,5 tonn, þar af er heimilissorp 38 tonn og endurvinnsluefni frá heimilum 11,5 tonn. Endurvinnsluhlutfall heimila er því 23%
Nefndin fagnar góðri flokkun á heimilum.
3. Funi, breytingar innanhúss.
Lögð fram kostnaðaráætlun frá Tækniþjónustu Vestfjarða vegna breytinga á húsnæði Funa vegna frágangs á brennsluofni Funa ásamt breytinga á gryfju.
Búið er að fjarlægja ofninn út úr húsi.
Nefndin telur að hrakvirði tækja sé ekki mikið og getur reynst erfitt að koma þeim í verð. Gert er ráð fyrir að búið sé að framkvæma allt að 60% af verkinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:30
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Henry Bæringsson.
Elías Oddsson.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.