Nefnd um sorpmál - 23. fundur - 5. nóvember 2012

1. Endurskoðun á samningi við Kubb ehf. 2011-01-0069.

Á fundi 15. október sl. var bæjarstjóra falið að ræða við verktaka um endurskoðun á samningi með það að markmiði að ná fram kostnaðarlækkun í málaflokknum. 

Lögð fram drög að endurskoðun á samningi við Kubb ehf. dags. nóvember 2012.

Undir þessum lið komu Sigurður Óskarsson og Jón Páll Hreinsson fulltrúar Kubbs ehf.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur enda ljóst að um gríðalega hagsmuni er að ræða fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa.

 

2. Gjaldskrá 2013. 2012-09-0006.

Tekin fyrir gjaldskrá sorps fyrir árið 2013. 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkomin gjaldskrá verði samþykkt að því gefnu að endurskoðaður samningur verði samþykktur.  Um er að ræða 10% lækkun á gjaldskrá.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:50

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Kristján Andri Guðjónsson.                                          

Elías Oddsson.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                                    

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?