Nefnd um sorpmál - 22. fundur - 15. október 2012

1. Fjárhagsáætlun 2013. 2012-09-0006.

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og hvernig kostnaður við málaflokkinn hefur þróast á árinu. 

Nefndin felur bæjarstjóra að ræða við verktaka um endurskoðun á sorpsamningi með það að markmiði að ná fram kostnaðarlækkun í málaflokknum.  Nefndin óskar eftir að fá drög að samningi til umsagnar fyrir næsta fund.

 

2. Gjaldskrá 2013. 2012-09-0006.

Tekin fyrir gjaldskrá sorps fyrir árið 2013. 

Drög að tillögu tekin fyrir, frestað til næsta fundar.

 

3. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands. - Gjaldskrárbreytingar í Fíflholtum. 2011-01-0069.

Lagt fram bréf frá Sorpurðun Vesturlands dagsett 2. október sl., þar sem fram kemur, að stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt að breyta gjaldskrá urðunarstaðarins í Fíflholti frá og með 1. janúar 2013.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:20

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                       

Elías Oddsson.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                                    

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?