Nefnd um sorpmál - 21. fundur - 26. september 2012

1. Verkfundir með verktaka. 2011-03-0081.

Umhverfisfulltrúi lagði fram verkfundargerðir nr. 11, 12 og 13.

Lagt fram til kynningar.

 

2. Umsögn um drög að landsáætlun um úrgang 2013-2024. 2011-09-0110.

Lagt fram minnisblað dags. 18. júlí 2012 frá Guðjóni Bragasyni og Lúðvík Gústafssyni er varðar umsögn um drög að landsáætlun um úrgang.

Nefndin tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í minnisblaðinu.

 

3. Fjárhagsáætlun 2013. 2012-09-0006.

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og hvernig kostnaður við málaflokkinn hefur þróast á árinu.  Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

 

4. Gjaldskrá 2013. 2012-09-0006.

Tekin fyrir gjaldskrá sorps fyrir árið 2013.  Umhverfisfulltrúa falið að gera tillögu að nýrri gjaldskrá og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:40

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                       

Elías Oddsson.

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                                   

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.                                              

Er hægt að bæta efnið á síðunni?