Nefnd um sorpmál - 18. fundur - 23. nóvember 2011
1. Fundargerð 6. verkfundar með verktaka.
Lögð fram fundargerð 6. verkfundar með verktaka.
Kristín Hálfdánsdóttir bókar óánægju sína þar sem hún var ekki boðuð á 6. verkfund með verktaka.
Nefndarmönnum kynnt staða mála, heildarmagn sorps í sveitarfélaginu og hlutfall endurvinnsluefna. Magn endurvinnsluefna er komið í 22 % af heimilissorpi.
Í fyrsta lið fundargerðar er fjallað um kynningarátak verktaka.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Nefndin telur mjög jákvætt að endurvinnsluhlutfall sé að aukast. Nefndin ítrekar að farið verði í markvisst kynningarátak eins og fram kemur í verkfundargerð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:35.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Henry Bæringsson.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.