Nefnd um sorpmál - 17. fundur - 26. október 2011
1. 2011-10-0048. Bréf Hringrásar hf. - Beiðni um lóð undir starfsemi móttökustöðvar.
Lagt fram bréf frá Hringrás hf., Reykjavík, dagsett 11. október sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um mögulega úthlutun lóðar fyrir móttöku á málmum og spilliefnum. Óskað er eftir lóð allt að 1.000 m², sem næst móttöku- og flokkunar-stöðinni Funa í Engidal, Skutulsfirði, til allt að 10 ára með mögulegri framlengingu.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar sorpnefndar Ísafjarðarbæjar.
Sorpnefnd tekjur jákvætt í erindið.
2. 2011-10-0006. Bréf Sigríðar Gunnarsdóttur. - Sorpmál að Látrum í Aðalvík.
Lagt fram bréf Sigríðar Gunnarsdóttur, Lómasölum 6, Kópavogi, móttekið þann 5. október sl., er varðar sorpmál að Látrum í Aðalvík. Þar er engin aðstaða fyrir eigendur sumarhúsa eða ferðafólk til að losa sig við sorp.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í sorpnefnd Ísafjarðarbæjar.
Sorpnefnd leggur til að sorpgjald verði lagt á sumarhús eins og fram kemur í gjaldskrá fyrir árið 2012.
3. 2011-09-0110. Bréf umhverfisráðuneytis. - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 26. september sl., er varðar undirbúning að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang í íslenskan rétt. Ráðuneytið gefur Ísafjarðarbæ kost á að koma að vinnu við útgáfu landsáætlunar og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang. Boðið er upp á fundi um málefnið á tímabilinu 26. september til 2. desember n.k.
Umhverfisnefnd vísaði erindinu til sorpnefndar Ísafjarðarbæjar.
Sorpnefnd leggur til að formaður nefndarinnar fari á fund ráðuneytisins.
4. 2011-08-0013. Fjárhagsáætlun 2012.
Tekin fyrir gjaldskrá sorps fyrir árið 2012.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sorpgjald verði óbreytt mili ára. Fyrir heimili verði gjaldið kr. 43.659.- og á hvert heimili í dreifbýli kr. 29.484.-,auk þess að allir sumarbústaðir og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu verði kr. 14.700.-.
5. Bókanir síðasta verkfundar með verktaka í sorphirðu og sorpförgun.
,,Nefndin leggur áherslu á að verkfundir með verktaka séu haldnir reglulega. Nefndin leggur jafnframt til að verktaki fari í kynningu á sorphirðu fyrir íbúa sveitarfélagsins eins og fram kemur í útboðsgögnum. Þeirri kynningu verði lokið eigi síðar en 15. nóvember 2011.“
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Henry Bæringsson.
Elías Oddsson.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.