Nefnd um sorpmál - 16. fundur - 26. september 2011
1. Fundargerðir. 2011-03-0081.
Lagðar fram fundargerðir nr. 4 og 5 vegna sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.
Eins og fram kemur í fundargerðum var fjöldi tunna mun meiri en gert var ráð fyrir í útboðsgögnum og eru þar ýmsar ástæður. Áætlaður aukakostnaður Ísafjarðarbæjar er því um 3 millj. vegna þessa.
Nefndin leggur áherslu á að verktaki fari í markvissa kynningu og upplýsingagjöf til íbúa um flokkun sorps.
2. Flokkunarárangur. 2011-03-0081.
Lagðar fram skýrslur frá verktaka um árangur í sorpflokkun. Alls hafa safnast 30 tonn af pappa, 2 tonn af plasti, 16 tonn af raftækjum og spilliefnum, 12 tonn af heyrúlluplasti og 4 tonn af dekkjum.
Frá heimilum frá apríl til ágúst 2011 voru 42 tonn af endurvinnsluefni og 243 tonn af almennu sorpi til urðunar. Þetta gerir því 15% flokkunarárangur íbúa Ísafjarðarbæjar. Við endanlega flokkun kemur í ljós að um 9 tonn úr endurvinnslutunnu er ekki endurvinnsluhæft efni og því er flokkunarárangur heimilssorpi einungis 12%.
Nendin telur sorpflokkun óviðunandi og hvetur íbúa Ísafjarðarbæjar til átaks í sorpflokkun.
3. Fjárhagsleg staða málaflokksins. 2011-03-0081.
Lagðar fram upplýsingar um stöðu málaflokksins fyrstu átta mánuði ársins. Heildargreiðslur til verktaka eru 77,4 millj. Endurgreiðslur og seld vinna og þjónusta er tæplega 17 millj. Gert er ráð fyrir að málaflokkurinn verði skv. áætlun á árinu 2011.
Lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál.
- Rætt um sorpmál á hafnarsvæðum og tjaldsvæðum Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Henry Bæringsson.
Elías Oddsson.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.