Nefnd um sorpmál - 10. fundur - 16. febrúar 2011

Mætt eru:  Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henry Bæringsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.

 

1.         Innleiðing nýs sorphirðukerfis. 2011-01-0069

Til fundarins undir þessum lið eru mættir Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Óskarsson, fulltrúar Kubbs ehf., til að kynna drög að áætlun um sorphirðu og sorpflokkun í Ísafjarðarbæ.  Drögin eru sett fram í formi bæklings „Sorphirða í Ísafjarðarbæ 2011-2014.“  Gert er ráð fyrir að bæklingnum verði komið í hús um leið og tunnur berast til landsins.  Vonir standa til að það verði í byrjun marsmánaðar n.k.

Verktaki er með áætlun um dreyfingu á sorptunnum og kynningu á nýju sorphirðukerfi. Verktaki er með heimasíðuna www.kubbur.is er verður opnuð á næstu dögum.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.

 

2.         Mæling á árangri.

Verktaki mun kynna Ísafjarðarbæ og íbúum Ísafjarðarbæjar magn sorps frá heimilum og setja á heimasíðu fyrirtækisins með það að markmiði að minnka sorp í bæjarfélaginu.

 

3.         Losunarstaðir fyrir möl og annan jarðveg.

Nefndin ræddi um möguleika á staðsetningu losunarstaða (uppfyllinga), þar sem hægt væri að losa möl og annan jarðveg, sem fellur til við ýmiskonar jarðvinnu.

Nefndin leggur til að umhverfisnefnd finni staðsetningu fyrir slíka staði .

 

4.         Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Rætt um samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ og nauðsynlega endurskoðun á henni.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.17:33.

 

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                    

Marzellíus Sveingjörnsson.                                                    

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                            

Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?