Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 9. fundur - 1. desember 2011
Þetta var gert:
1. Félög eldri borgara í Önundarfirði og á Ísafirði. 2008-06-0016.
Formenn félaga eldri borgara í Önundarfirði og á Ísafirði, þeir Guðmundur Hagalínsson og Halldór Hermannsson mættu til fundar við nefndina vegna framkominnar óskar félaganna um fulltrúa í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Formaður nefndarinnar gerði formönnunum grein fyrir stöðu mála í undirbúningi að byggingu hjúkrunarheimilisins og óskaði eftir athugasemdum félaganna um þarfagreininguna. Óskað er eftir að fulltrúar frá félögunum mæti til fundar við nefndina í janúar 2012 til þess að ræða mögulegar athugasemdir eða tillögur frá félögum eldri borgara. Nefndin mun kalla eftir fulltrúum félaga eldri borgara á byggingartímanum.
2. Deiliskipulagsmál. 2011-04-0052.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs lagði fram teikningar sem sýna fram á möguleika á nýtingu lóðarinnar við sjúkrahúsið fyrir hjúkrunarheimili. Byggingarreiturinn býður upp á að hjúkrunarheimilið geti verið á einni hæð. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að halda áfram vinnu við deiliskipulag á þeim grundvelli að bygging við Hafnarstræti gæti orðið tvær hæðir en byggingarreitur yrði að öðru leyti nýttur fyrir byggingu á einni hæð. Byggingarmagn yrði þrjú þúsund fermetrar (40 rými). Guðmundur Hagalínsson og Halldór Hermannsson véku af fundi að lokinni umræðu um þennan lið.
3. Þarfagreining. 2008-06-0016.
Lögð fram til kynningar ,,Útgáfa B" af þarfagreiningu.
4. Val á hönnuðum hjúkrunarheimilisins. 2008-06-0016.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis felur bæjarstjóra og sviðsstjórum að hefja vinnu við forval með vísan til bókunar nefndarinnar frá fundi þann 16. nóvember 2011.
5. Önnur mál. 2008-06-0016.
A. Nefndin óskar eftir fulltrúum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á næsta fund nefndarinnar, þann 14. desember 2011, kl. 16:00.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:17
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Sigurður Pétursson
Svanlaug Guðnadóttir.
Daníel Jakobsson.
Jóhann Birkir Helgason.
Margrét Geirsdóttir.