Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 6. fundur - 19. september 2011
Þetta var gert:
1. Samþykkt ríkisstjórnar Íslands um heimild til byggingar 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 2008-06-0016.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði fagnar samþykkt ríkisstjórnar Íslands um heimild Ísafjarðarbæjar til byggingar 30 rýma hjúkrunarheimilis.
2. Endurskoðun verkferla varðandi undirbúning byggingar hjúkrunarheimilis á Ísafirði, vegna nýrrar stöðu málsins. 2008-06-0016.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis telur að eftirtalin verkefni séu forgangsverkefni: Samningagerð við velferðarráðuneyti, þarfagreining, deiliskipulagsvinna og fundur með stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:55
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Sigurður Pétursson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.