Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 51. fundur - 12. ágúst 2015
Þetta var gert:
1. Staða framkvæmda. 2011-12-0009.
Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri. Lóðaframkvæmdum verður lokið um næstu mánaðarmót, hugsanlegt er að niðursetningu trjáa ljúki um miðjan september.
Frágangur innanhúss er á lokametrunum, gert er ráð fyrir að verktakar verði búnir að fullu, 21. ágúst 2015.
Einnig lagður fram tölvupóstur frá Herði Högnasyni, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða dags. 11. ágúst þar sem minnst er á nokkur frágangsatriði sem óskað er eftir að tekið verði tillit til.
Lagt fram til kynningar.
2. Formleg afhending og opið hús. 2011-12-0009.
Ekki getur orðið af formlegri afhendingu hússins 23. ágúst. Stefnt skal að afhendingu, sunnudaginn 30. ágúst nk. kl. 14:00.
Bæjarstjóra falið framkvæmd málsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:20.
Sigurður Pétursson, formaður.
Magnús Reynir Guðmundsson
Kristín Hálfdánsdóttir
Ágúst Gíslason, byggingarstjóri
Jóhann Birkir Helgason