Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 48. fundur - 26. júní 2015
Þetta var gert:
1. Fundargerðir 47. fundar nefndarinnar.
Fundargerðin lögð fram.
2. Staða framkvæmda. 2011-12-0009.
Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri. Verkið er 4 vikum á eftir áætlun. Lokaúttekt með Framkvæmdasýslu ríkisins og fleiri aðilum verður 30. júní 2015.
Lóðarframkvæmdir eru á áætlun. Stefnt er að malbikun bílaplans og göngustíga um 15. júlí.
Nefndin þakkar kynninguna.
3. Önnur mál
Gísli Halldór, bæjarstjóri upplýsti nefndarmenn um stöðu láns vegna byggingarinnar. Verður lagt fyrir bæjarráð nk. mánudag.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:50.
Sigurður Pétursson, formaður
Magnús Reynir Guðmundsson
Kristín Hálfdánsdóttir
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Jóhann Birkir Helgason
Ágúst Gíslason