Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 43. fundur - 25. mars 2015
Þetta var gert:
1. Frágangur innanhúss. 2011-12-0009
Nefndarmenn fóru um hjúkrunarheimilið Eyri, þar sem Sveinn Ingi Guðbjörnsson, verktaki sýndi fundarmönnum glæsileg húsakynni Eyrar. Verkið er vel á áætlun og þessa dagana er meðal annars verið að dúkleggja, vinna í rafmagni og pússa veggi. Allar líkur eru á að allt innanstokks verði tilbúið 1. júní n.k.
Fundi á Eyri lauk kl. 14:45, þá fóru fundarmenn í Inntré ehf. sem smíðar allar innréttingar fyrir hjúkrunarheimilið og hittu þar fyrir framkvæmdastjórann Þröst Jóhannesson. Þröstur sýndi fundarmönnum tilbúnar innréttingar sem bíða eftir að verða settar upp, hann er vel á áætlun með sitt verk og verður tilbúinn með allar innréttingar um leið og hægt verður að setja þær upp á Eyri.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:20.
Sigurður Pétursson, formaður.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.