Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 41. fundur - 28. janúar 2015
Þetta var gert:
1. Lokaskýrsla fyrir verkið, uppsteypa og frágangur utanhúss. 2011-12-0009
Lögð fram lokaskýrsla fyrir verkið, uppsteypa og frágangur utanhúss. Skv. lokaskýrslu er lokakostnaður við samningsverkið kr. 534.410.556,-. Annar kostnaður s.s. vinna byggingarstjóra, lögfræðikostnaður og annað er kr. 9.860.675,-
Aukaverk voru 78,2 millj. þar af er múrkefni upp á 42,75 millj., þakeinangrun 17,1 millj. og aðrir minni verkþættir.
Lokaúttekt fór fram 16. desember 2014.
Lagt fram til kynningar..
2. Framvinduskýrsla fyrir desember, frágangur innanhúss. 2011-12-0009
Lögð fram framvinduskýrsla fyrir desember 2014. Skv. framvinduskýrslu er verkið á áætlun. Gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki 31. maí 2015.
Tilboðsupphæð verktaka er kr. 307.457.181,- , samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 106.637.087,-. Alls hefur verið framkvæmt fyrir 34,03 % af samningsupphæð.
Áætlaður lokakostnaður er 285 millj. sem skýrist af því að búið er að falla frá uppsetningu loftræsikerfis.
Lagt fram til kynningar.
3. Fyrirspurn Daníels Jakobssonar og Kristínar Hálfdánsdóttur. 2011-12-0009
Lögð eru fram svör frá Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, vegna fyrirspurnar Daníels Jakobssonar og Kristínar Hálfdánsdóttur varðandi byggingu hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Formaður þakkar greinargóð svör við fyrirspurnum.
Farið var yfir svörin og þau rædd í einstökum liðum.
Lögð fram bókun frá Kristínu Hálfdánsdóttur.
Undirrituð hefur miklar áhyggjur af framvindu mála hjúkrunarheimilisins Eyrar. Að öllu óbreyttu verður húsnæðið afhent Ísafjarðarbæ eftir rúma fjóra mánuði, 1. júní nk. Í ljós hefur komið að enn eru ekki hafnar viðræður svo vel sé við væntanlega rekstraraðila Eyrar, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Velferðarráðuneytið.
Undirrituð hvetur bæjaryfirvöld til að ganga hratt til verks þannig að hægt verði að taka Eyri í notkun í haust eins og gert er ráð fyrir í síðustu áætlun.
Ísafirði 28. janúar 2015
Kristín Hálfdánsdóttir.
Formaður tekur undir áhyggjur Kristínar Hálfdánsdóttur því þrátt fyrir tveggja ára viðræður við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Velferðaráðuneytið hafi enn ekki tekist að koma á samningum um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar.
4. Önnur mál
a) Rætt um fjármögnun á byggingu hjúkrunarheimilisins Eyrar í framhaldi af bókun nefndarinar frá 5. mars 2014.
b) Rætt um búnaðarkaup hjúkrunarheimilisins.
c) Bæjarstjóri og formaður nefndarinnar munu eiga fund með fulltrúum Velferðarráðuneytisins vegna samnings um rekstur.
d) Gert er ráð fyrir fundi með byggingarstjóra 17. febrúar 2015.
e) Byggingarnefndin óskar eftir því að Jóhann Birkir Helgason, sem hefur verið starfsmaður nefndarinnar frá upphafi, haldi starfi sínu áfram þar til byggingarframkvæmdum lýkur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:55.
Sigurður Pétursson, formaður.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Gísli Halldór Halldórsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Jóhann Birkir Helgason.