Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 40. fundur - 29. október 2014

Mættir aðalmenn voru Sigurður Pétursson, formaður og Magnús Reynir Guðmundsson.

Jafnframt eru mættir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri, sem ritaði fundargerð.

Kristín Hálfdánsdóttir boðaði forföll og varamaður fjarverandi.

       

Þetta var gert:

 

1.      Tilboð í innréttingar.  2011-12-0009

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðstjóra dags. 6. október sl. þar sem kynnt er opnun tilboða í innréttingar í Eyri.  Fjögur tilboð bárust.  Lagt er til að gengið verði til samninga við Inntré ehf. á grundvelli frávikstilboðs.

Nefndin leggur til við bæjarráð að gengið verði til  samninga við Inntré ehf. á grundvelli frávikstilboðs að upphæð kr. 54.385.300,-

 

2.      Tilboð í frágang lóðar.  2011-12-0009

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðstjóra dags. 24. október sl. þar sem kynnt er opnun tilboða í frágang lóðar við í Eyri.  Eitt tilboð barst.  Lagt er til að gengið verði til samninga við Kubb ehf. á grundvelli tilboðssins.

Nefndin leggur til við bæjarráð að gengið verði til  samninga við Kubb ehf. á grundvelli tilboðsins að upphæð kr. 60.732.965,-

 

3.      Framvinduskýrsla fyrir september, uppsteypa og frágangur utanhúss 2014.  2011-12-0009

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir september 2014.  Skv. framvinduskýrslu er verkið nú um 8 vikum á eftir áætlun.  Gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki 1. nóvember 2014.

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 464.112.073,-, samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 505.426.052,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 108,9 % af samningsupphæð.

Ástæða hækkunar er önnur gerð af utanhússklæðningu og magnaukningar.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Samningar um rekstur hjúkrunarheimils.  2011-12-0009

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri kynnti stöðu samninga um rekstur hjúkrunarheimilisins

 

5.      Áhöld og búnaður.

Farið yfir stöðu mála er varðar áhöld og búnað í hjúkrunarheimilið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:05.

 

Sigurður Pétursson formaður

Magnús Reynir Guðmundsson

Gísli Halldór Halldórsson

Jóhann Birkir Helgason

Er hægt að bæta efnið á síðunni?