Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 4. fundur - 12. apríl 2011

Mætt voru: Eiríkur Finnur Greipsson, formaður, Sigurður Pétursson,  Þorsteinn Jóhannesson, Svanlaug Guðnadóttir og Elías Oddsson.  Magnús Reynir Guðmundsson mætti ekki.

Jafnframt mættu Jóhann Birkir Helgason og Margrét Geirsdóttir sviðsstjórar hjá Ísafjarðarbæ.

Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

1.         Nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði.

Nefndin fagnar framkomnum tillögum ríkisstjórnar Íslands á fundi þann 5. apríl s.l. með vestfirskum sveitarstjórnarmönnum.  Í tíunda lið tillagnanna segir:   ,,Samstarf um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og endurbyggingu hjúkrunarheimilis í Bolungarvík skoðað m.t.t. leiguleiðar.“ 

Nefndin er reiðubúin til samstarfs við ríkisvaldið, um byggingu þrjátíu rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 

Nefndin telur mikilvægt að húsnæðið rými jafnframt dagvistun aldraðra.

 

2.         Deiliskipulagsmál.

Rætt um mögulega staðsetningu hjúkrunarheimilis á Ísafirði m.t.t. samnýtingar á aðstöðu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.  Rætt um forvinnu vegna byggingar hjúkrunarheimilis.  Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis felur tæknideild Ísafjarðarbæjar, að hefja þegar vinnu við deiliskipulag í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar. 

Nefndin felur jafnframt sviðsstjóra Skóla- og fjölskyldusviðs, að óska eftir fundi með stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, þar sem rætt yrði um samvinnu og samnýtingu á aðstöðu og rekstri nýs hjúkrunarheimilis.

Sviðsstjórum framkvæmda- og rekstrarsviðs og skóla- og fjölskyldusviðs falið að undirbúa verkáætlun vegna byggingar hjúkrunarheimilisins og reksturs þess. 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:52.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður

Sigurður Pétursson

Þorsteinn Jóhannesson

Elías Oddsson

Svanlaug Guðnadóttir

Jóhann Birkir Helgason

Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?