Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 38. fundur - 16. september 2014

Þetta var gert:          

 

1.      Samningur um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar. 2008-06-0016.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu samnings við velferðarráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar. Bæjarstjóri gerði jafnframt grein fyrir stöðu í fjármögnun byggingarinnar og kynnti að komin væri af stað vinna við að bjóða út fjármögnun, í samræmi við bókun nefndarinnar frá 5. mars sl.

 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, yfirgaf fundinn kl. 12:31.

 

2.      Framvinduskýrsla fyrir ágúst 2014.  2011-12-0009

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir ágúst 2014.  Skv. framvinduskýrslum er verkið nú um 5 vikum á eftir áætlun.  Gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki 15. október 2014.

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 464.112.073,-, samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 455.809.218,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 98,2 % af samningsupphæð.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Útboð á innréttingum. 2011-12-0009.

Verkþátturinn „innréttingar“ hefur verið boðinn út.  Útboðið var auglýst á vef bæjarins og með blaðaauglýsingum. Tilboð verða opnuð 30. september 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Hönnun á lóð. 2011-12-0009.

Nefndin óskar eftir fundi með landslagsarkitekt, mánudaginn 22. september n.k. kl. 12.00 og að málið verði kynnt á næsta fundi nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

5.      Önnur mál. 2011-12-0009

Að tillögu byggingarstjóra var samþykkt að á þaki íbúðaeininga verði lyng og mosi í stað túnþaka, kostnaðarauki er kr. 400.000-500.000,-, eins og kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

 

Sigurður Pétursson formaður.

Kristín Hálfdánsdóttir,                                                        

Magnús Reynir Guðmundsson

Ágúst Gíslason.                                                                    

Gísli Halldór Halldórsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?